Garðfuglar - fóðrun og aðbúnaður

Verð 14.200 kr

Garðfuglar - fóðrun og aðbúnaður

Verð 14.200 kr
Prenta
Fim. 30. jan. kl. 19:30 – 22:00
Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu er fjallað í máli og myndum um helstu tegundir garðfugla sem búast má við á Íslandi, einnig þær sjaldgæfari, og mismunandi fæði sem hentar hverri tegund. Farið er yfir helstu gerðir fóðrara, ásamt mikilvægi hreinlætis og aðgengis að hreinu vatni á gjafastað. Einnig er fjallað um tré, blóm og runna sem laða að fjölbreyttar tegundir garðfugla.

Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið í helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað sé best að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum.

Farið er yfir helstu gerðir fóðrara og fóðurgerðir og hvar hægt er að kaupa slíkan varning. Hreinlæti er mikilvægt þar sem mikill fjöldi fugla kemur saman á einn stað og eru lengi á fóðrum. Sömuleiðis er mikilvægt að fuglar hafi aðgengi að hreinu vatni á gjafastað.
Á námskeiðinu er fjallað um garðagróður (blóm, runna og tré) sem er eftirsóttur af fuglum og hvetur til heimsókna garðfugla. Með vaxandi gróðri og meiri fjölbreytni eykst fjöldi og fjölbreytni fugla sem sækir garða heim bæði sumar og vetur.

Það er margt hægt að gera til að lokka að fugla sem geta veitt fólki ánægju árið um kring.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Helstu tegundir garðfugla á Íslandi.
• Hvernig hægt er að gera garðinn aðlaðandi fyrir fugla (gróður, fóður, vatn, varpstaðir).
• Helstu fóðurgerðir fyrir garðfugla – hvað hentar hverri tegund.
• Fóðurgjafa og hreinlæti.

Ávinningur þinn:

• Þú lærir að þekkja helstu fuglategundir sem heimsækja garða
• Þú færð upplýsingar um fóðurgerðir, fóðrara og hvar hægt er að nálgast fóðurvörurnar.
• Þú færð upplýsingar um varpkassa sem henta hverri garðfuglategund.
• Þú færð upplýsingar um uppbyggingu garðs þannig að hann verði eftirsóttur af fuglum.

Fyrir hverja:

Fyrir allt áhugafólk um garðfugla og fóðrun þeirra.

Kennsla:

Örn Óskarsson er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Hann kenndi raungreinar við Fjölbrautaskóla Suðurlands og víðar í áratugi. Örn er áhugamaður um fuglarannsóknir, fuglaljósmyndun, garðrækt og skógrækt. Hann hefur stundað rannsóknir á fuglalífi í Veiðivötnum og víðar í áratugi. Enn fremur er hann félagi í Fuglavernd og hefur verið þar með fyrirlestra.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,83)

Umsagnir

Mjög fróðlegt og skemmtilegt.
Gott yfirlit yfir garðfugla og hentugt fóður. Fínar hugmyndir komu fram um fóðurgjafa.
Frábært námskeið - takk fyrir!
Greinargóðar lýsingar á efninu.
0