Konur á besta aldri - fæða og flóra skipta máli

Verð 13.600 kr

Konur á besta aldri - fæða og flóra skipta máli

Verð 13.600 kr
Prenta
Mán. 24. sept. kl. 19:30 - 22:00
Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði.

Nýjar rannsóknir benda til þess að hitakóf, svitaköst, svefnörðugleikar, beinþynning, aukinn hárvöxtur og andleg vanlíðan eigi m.a. upptök í meltingarveginum.
Á þessu námskeiði verða áhrif örveruflóru þarmanna á hormónakerfið skoðuð og hvernig fæðið getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif. Farið er yfir hvað getur raskað þarmaflórunni og hvað er til ráða.
Möguleikinn á að nota bætiefni, þ.m.t. mjólkursýrugerla (probiotics), til að draga úr einkennum er skoðaður og rýnt í nýjustu rannsóknir í þeim efnum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Breytingaskeið kvenna og ýmis einkenni.
• Flóru meltingarvegar og hlutverk hennar í tengslum við hormónakerfi.
• Flóru meltingarvegar og hlutverk hennar í tengslum við taugakerfi.
• Hvað getur raskað þessari mikilvægu þarmaflóru og hvað er til ráða.
• Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan.
• Fæðutegundir sem geta stuðlað að/dregið úr einkennum á breytingaskeiði.
• Bætiefni sem geta haft jákvæð áhrif.

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á mikilvægi örveruflóru þarmanna í tengslum við breytingaskeið kvenna.
• Að öðlast skilning á hvernig fæða hefur áhrif á þessa örveruflóru.
• Að þekkja hvaða fæðutegundir geta stuðlað að/dregið úr einkennum breytingaskeiðs.
• Að öðlast innsýn í hlutverk ákveðinna bætiefna í þessu samhengi, s.s. mjólkursýrugerla.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um breytingaskeið kvenna og leiðir til að draga úr einkennum og heilsufarskvillum sem geta fylgt í kjölfarið.

Kennsla:

Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá háskólanum í Surrey. Hún hefur einnig lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá háskólanum í Oxford. Birna heldur reglulega námskeið fyrir fagfólk og almenning ásamt því að veita einstaklingsráðgjöf.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,77)

Umsagnir

Frábært námskeið - góð aðstaða - frábær kennari!

Mjög fróðlegt. Einfalt og skýrt. Gott að fá ráð og lausnir.

Góð fræðsla og framsetning. Hvetjandi og spennandi.

Nauðsynleg fræðsla fyrir allar konur.

Kærar þakkir fyrir gott og mjög svo þarft námskeið.
0