Ævintýraeyjan Tenerife - náttúrulaugar, pýramídar og gönguleiðir um stórbrotna náttúru

Verð 15.300 kr

Ævintýraeyjan Tenerife - náttúrulaugar, pýramídar og gönguleiðir um stórbrotna náttúru

Verð 15.300 kr
Prenta
Þri. 4. sept. kl. 19:15 - 22:15
Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Tenerife er sannkölluð ævintýraeyja með fjölbreytt landslag og ótal möguleika til útivistar, náttúruskoðunar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Margir ferðamenn missa af hinni ævintýralegu hlið eyjunnar sem hefur meðal annars að geyma regnskóga, pýramída, náttúrulaugar og frábærar gönguleiðir. Hvora hliðina vilt þú sjá?

Tenerife hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara sólskin, strendur og sundlaugarbakka. Á einum og sama deginum er t.d. hægt að liggja í sólbaði, ganga í gegnum rakan regnskóg eða þurran furuskóg, skoða pýramída og höfrunga, ganga á hrauni eða í gegnum ávaxtaakra og snerta snjó! Þessi eyja hefur einfaldlega eitthvað fyrir alla.
Snæfríður, sem ferðast árlega til Kanaríeyja með fjölskyldu sinni, deilir hér úr reynslubanka sínum og gefur innblástur að öðruvísi Tenerifeferð.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hugmyndir að góðum gönguleiðum á eyjunni og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
• Náttúrulaugar, pýramída, regnskóga, bananabúgarða og aðra áhugaverða staði á eyjunni.
• Hvað eyjan hefur upp á að bjóða, hvenær best sé að fara, hvar sé best að vera og hvernig best sé að ferðast um eyjuna.

Ávinningur þinn:

• Þú færð innblástur fyrir þitt næsta ferðalag til Tenerife og góða mynd af því hvað eyjan hefur upp á að bjóða.
• Þú færð hugmyndir að góðum gönguleiðum og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
• Þú færð hvatningu til þess að upplifa „hina hliðina“ á eyjunni sem fæstir ferðamenn upplifa.

Fyrir hverja:

Alla þá sem hyggja á ferðalag til Tenerife og vilja upplifa eitthvað meira á ferðalaginu en hefðbundna ferðamannastaði.

Kennsla:

Snæfríður Ingadóttir hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og farið víða. Hún er menntaður leiðsögumaður og hefur fjallað mikið um ferðamál í starfi sínu sem blaðamaður, auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn. Kanaríeyjar, og þá ekki síst Tenerife, er í sérstöku uppáhaldi hjá Snæfríði.

Aðrar upplýsingar:

Athugið að námskeiðið fjallar fyrst og fremst um gönguleiðir, afþreyingu og áhugaverða staði á eyjunni. Ekki er fjallað um sögu eyjunnar eða jarðfræði.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,88)

Umsagnir

Mjög fræðandi og hagnýtar upplýsingar.

Leiðbeinandi þekkir efnið mjög vel og setur það fram á góðan og skemmtilegan hátt. Góðar glærur og myndir.

Mjög góður fyrirlesari og fjölbreyttar glærur um áhugavert efni.

Virkilega fínn fyrirlestur, margt sem ég vissi ekki og gaman að fá að vita um.

Kennarinn mjög lifandi, hafði mikinn áhuga á efninu og kom því vel til skila.
0