Virkustu eldstöðvar Íslands - Grímsvötn

Verð snemmskráning 14.500 kr Almennt verð 15.900 kr

Virkustu eldstöðvar Íslands - Grímsvötn

Verð snemmskráning 14.500 kr Almennt verð 15.900 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 22. september
Mið. 2. okt. kl. 19:15 - 22:15
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið tilheyrir röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem fjalla um virkni og ástand fimm virkustu eldstöðva Íslands. Eldsumbrot á síðustu áratugum hafa varpað ljósi á eðli kvikuhreyfinga og ferð kviku úr möttli jarðar til yfirborðs. Eldstöðvarnar fimm sýna, um þessar mundir, merki um að þær undirbúi gos á næstu árum eða áratugum. Fjallað verður um mælingar sem gerðar eru til að fylgjast með hegðun þeirra en einnig hvers konar gosum megi búast við í hverri þeirra.

Grímsvötn er sú eldstöð landsins sem oftast hefur gosið á sögulegum tíma. Eftir hálfrar aldar goshlé hófst tímabil tíðari gosa 1983 og síðan hafa orðið fjögur gos, flest lítil. Eldstöðin á sér myrka fortíð því Skaftárelda og Móðuharðindin má rekja til eldstöðvakerfis hennar. Seinasta eldgos Grímsvatna var 2011 og var það tiltölulega öflugt. Að því loknu tók eldstöðin að tútna út að nýju og búa sig til næsta goss.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Gosvirkni Grímsvatna.
• Myrka fortíð gosa í Grímsvötnum.
• Mælingar og núverandi ástand Grímsvatna.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað áhugasömum almenningi. Það getur nýst kennurum og leiðsögumönnum í starfi sínu sem og fólki sem tengist almannavörnum eða hjálparsveitum.

Kennsla:

Páll Einarsson stundaði nám í eðlisfræði og jarðeðlisfræði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og tók doktorspróf frá Columbia University í New York árið 1975. Í starfi sínu sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans og prófessor við Háskóla Íslands hefur hann unnið við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum, jarðskjálftum og eldvirkni í meira en fjóra áratugi.

Aðrar upplýsingar:

Ef bæði neðangreind námskeið eru sótt á misserinu er veittur 20% afsláttur en hann er reiknaður af verði seinna námskeiðsins.
Virkustu eldstöðvar Íslands - Bárðarbunga
Virkustu eldstöðvar Íslands – Grímsvötn

0