Jóga Nidra

Verð 40.600 kr

Jóga Nidra

Verð 40.600 kr
Prenta
Fim. 25. okt. - 29. nóv. kl. 18:00 - 19:15 (6x)
Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra þýðir jógískur svefn þar sem farið er inn á dýpsta svið slökunar á sama tíma og fullri meðvitund er haldið.

Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Þú tengist þínu djúpa sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum, ótta og stjórnun og lærir betur að stýra þínu lífi.

Jóga Nidra er hannað til þess að hjálpa þér að fara frá hinum hugsandi huga meðvitað yfir í ástand milli svefns og vöku þar sem þú nærð einstaklega djúpri hvíld. Í hugleiðslunni er hugurinn leiddur markvisst áfram í þeim tilgangi að fækka hugsunum eins og gerist þegar við sofnum og hugurinn tæmist. Streita orsakast fyrst og fremst af ofvirkum huga og of mikilli spennu sem safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli. Þegar þú kemur út úr hugleiðslunni öðlast þú betri hæfni til þess að taka eftir hugsunum þínum, tilfinningum og viðbrögðum. Þú getur stigið til baka og valið hvort þú vilt stýra hugsunum og hegðun eða láta þær stýra þér.

Jógarnir trúa því að líkaminn og það ytra sé birtingarmynd þess innra og því þurfi að vinna með rótina en ekki einkennin. Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðni í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna þér vel. Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi þriggja klukkustunda svefni.

Á námskeiðinu er:
• Stutt fræðsla í upphafi hvers tíma um hugmyndafræði Jóga Nidra og áhrif þess á andlega og líkamlega líðan.
•Jógastöður og teygjur í upphafi hvers tíma ca. 10 mínútur.
• Leidd hugleiðsla í 45 mínútur.
• Umræður um upplifun af hugleiðslunni í lok tíma fyrir þá sem þess óska.

Ávinningur þinn:

• Aukin færni í að stýra eigin hugsunum í stað þess að þær stýri þér.
• Meiri hugarró undir álagi.
• Betri svefn.
• Minni streita í daglegu lífi.
• Minni kvíði.
• Meiri orka og betri heilsa.
• Betri einbeiting.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.

Kennsla:

Jóhanna Björk Briem er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, hefur lokið námi í náms- og starfsráðgjöf, er löggiltur sjúkranuddari, Amrit Jóga Nidra kennari og höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari. Jóhanna hefur sinnt stundakennslu við HÍ og er nú sjálfstætt starfandi meðferðaraðili.

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með jógadýnur, teppi og kodda.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,0)

Umsagnir

Góður andi, gott umhverfi og kennari frábær.

Allt gott, hjálpaði mér mikið.

Námskeiðið var draumur.
0