Hugleiðsla og jógaheimspeki

Verð 42.800 kr

Hugleiðsla og jógaheimspeki

Verð 42.800 kr
Prenta
Þri. 18. sept. - 16. okt. kl. 18:00 - 20:00 (5x)
Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans.

Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar.

Frumfræði jóga fjalla um hvernig efni og andi koma saman.
Hverjar eru frummyndir efnisins? Hvernig birtast þær í efninu, tilfinningum og huga? Og hvernig getum við unnið meðvitað með þær?

Við skoðum hvernig hin fornu rit geta opnað upp skilning okkar á náttúrulögmálunum og þeim lögmálum sem efni og andi lúta. Fjallað verður um fyrsta þrepið á jógaleiðinni.

Þátttakendur læra að hugleiða og hvatt er til þess að þeir ástundi hugleiðslu og annað það sem þeir læra á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvernig við getum eflt skýrleika og hamingju í daglegu lífi. Hvernig við getum lifað í heiminum en samt verið meðvituð og tekið ábyrgð á eigin líðan og eigin lífi með hjálp jógafræða.
• Frumbyggingarefnið og þau áhrif sem vitund okkar hefur á það samkvæmt jógafræðunum.
Bhagawat Gita skoðuð sem handbók jógans til að lifa virku andlegu lífi á okkar tímum.
• Hina áttföldu leið Patnajalis í Yoga Sutrunum, með áherslu á yömurnar.

Ávinningur þinn:

• Þátttakendur öðlast færni í að kyrra hugann og ná meira valdi yfir athygli sinni.
• Skýrleiki í hugsun og tilfinningaleg kyrrð eykst við ástundun hugleiðslu.
• Skilningur á frumfræðum jógaheimspeki getur opnað fyrir skilning á því hvernig hið daglega líf virkar, hvernig við getum brugðist við því sem lífið færir okkur, eflt og styrkt kosti okkar og öðlast nýja.

Fyrir hverja:

Námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa á andlegum fræðum, vilja öðlast meiri hugarró og betri tilfinningalega líðan. Einnig er þetta fyrir þá sem vilja læra að skilja betur jóga heimspekina, fá meiri yfirsýn og skýrleika.

Kennsla:

Kristbjörg Kristmundsdóttir útskrifaðist sem jógakennari frá Kripalu center 1992. Hún heldur jógakennaranámskeið tvisvar á ári, kennir styttri og lengri námskeið í jógafræðum og í meðferð blómadropa. Auk þess að kenna á Íslandi hefur hún kennt á Indlandi, Danmörku og USA.
Kristbjörg hefur sótt jóganám nánast árlega síðustu 14 árin til m.a. Indlands og Bandaríkjanna og hefur stundað jóganám síðustu 7 árin hjá Swami Sri Ashutosh Muni í Bhagawat Gita, Ayurveda og Yoga Sutrum Patanjali meðfram því. Og er enn að læra...

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,71)

Umsagnir

Allt gott, Kristbjörg dásamlegur kennari, hafsjór af visku, fróðleik og kærleika.

Mjög áhugavert námskeið sem vakti upp spurningar, áhuga, visku. Kristbjörg kom námsþáttunum vel til skila og var afar krefjandi.
Kristbjörg er snillingur!

Frábær kennari, metnaðarfull og full áhuga á að kenna okkur efnið á áhrifarikan og skemmtilegan máta.

Ótrúlegur heimur sem hún opnar fyrir mér.

Mjög skemmtilegt og fræðandi. Vakti til umhugsunar.
0