Heimili og hönnun

Verð snemmskráning 17.900 kr Almennt verð 19.700 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 4. febrúar
Mið. 14. og 21. feb. kl. 19:30 - 21:30
Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?

Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju?

Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl.

Kennari mun bjóða, þeim sem það vilja, að senda inn myndir af rýmum sem þarfnast smávægilegra breytinga og verða þær ræddar á seinna námskeiðskvöldinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Liti, grunnhugtök í litafræði
• Lýsingu
• Áferð
• Form
• Mottur
• Uppröðun húsgagna
• Myndir
• Uppröðun smáhluta
• Fagurfræði og daglegt líf

Ávinningur þinn:

• Þú sérð þitt umhverfi í nýju ljósi
• Góð ráð sem þú getur nýtt alls staðar
• Gagnrýnni augu

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja gera betur við hönnun á heimili sínu. Það geta allir þróað sinn stíl, sama hver hann er, með skilning á þessum grunnhugtökum.
Þátttakendur þurfa ekki að búa yfir neinni grunnmenntun á þessu sviði - aðeins áhuga.

Kennsla:

Emilía Borgþórsdóttir er iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands fyrir fáeinum árum. Emilía starfar nú sjálfstætt sem hönnuður við fjölbreytt verkefni hér á landi.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,0)

Umsagnir

Gaman að hafa allar þessar myndir og kennari duglegur að útskýra á töflunni og með leikrænum tilþrifum.
Frábært námskeið, skemmtilegur kennari, kom efninu vel til skila í gegnum myndir. Lifandi og "inspiring".
Mjög fræðandi og gagnlegt.
Mjög gagnlegar og góðar hugmyndir hvernig maður getur nýtt það sem maður á.
Yfirgripsmikið og fer yfir helstu atriðið sem gott er að vita. Var mjög ánægð með yfirferðina.
0