Öflugt sjálfstraust - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 47.200 kr

Öflugt sjálfstraust - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 47.200 kr
Prenta
Þri. 26. jan. kl. 9:00 - 17:00
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Nú býðst áhugasömum að taka þetta vinsæla námskeið á einum degi.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Hvað einkennir einstaklinga með gott sjálfstraust? Hvernig tengist sjálfstraust uppeldi? Geta vinnustaðir byggt upp umhverfi þar sem alið er á góðu sjálfstrausti starfsmanna? Hvernig getum við byggt upp eigið sjálfstraust og annarra? Í raun má segja að öflugt sjálfstraust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu.

Ávinningur þinn:

Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Fjallað er um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu.

Fyrir hverja:

Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig, efla eigið sjálfstraust og hafa jákvæð áhrif á aðra.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,95)

Umsagnir

Lifandi og skemmtilegt námskeið sem stóð fyllilega undir væntingum.
Frábær og mjög vanur fyrirlesari sem gat farið vel í efnið út frá mörgum hliðum.
Jóhann með mjög góða nærveru og einstaklega gaman að hlusta á hann og fræðast.
0