Skapandi samskipti og færni í tjáningu

Verð snemmskráning 40.900 kr Almennt verð 45.000 kr

Skapandi samskipti og færni í tjáningu

Verð snemmskráning 40.900 kr Almennt verð 45.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 27. september
Mán. 7. - 28. okt. kl. 20:15 - 22:15 (4x)
Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson, leikarar
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á þessu námskeiði lærir fólk að styrkja sjálft sig í samskiptum sínum við aðra gegnum skemmtilegar og örvandi æfingar.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig skapandi og jákvæð samskipti geta örvað og hjálpað okkur í vinnu og frístundum. Unnið er með mikilvægi jákvæðrar nálgunar og sveigjanleika í allri samvinnu og samstarfi.

Á námskeiðinu eru gerðar æfingar sem örva skapandi hugsun og þjálfa lifandi samskipti í aðstæðum daglegs lífs. Með ákveðnum æfingum losnar fólk við heftandi hugsanagang, segir skilið við kröfuharðan innri gagnrýnanda og öðlast frelsi gagnvart sjálfu sér og öðru fólki. Þannig verða öll samskipti eðlilegri og afslappaðri.

Á námskeiðinu eru unnar skriflegar, munnlegar og verklegar æfingar sem hjálpa þátttakendum að taka skrefið út úr mótuðu og takmarkandi hugsanamynstri inn í flæði sem eykur frelsi og sköpunargleði.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Það sem heftir mann í samskiptum.
• Innri gagnrýnandann.
• Sköpunargleðina.
• Mikilvægi þess að segja já við lífinu.
• Kjarkinn til að stíga inn í skapandi ferli.
• Að þora að læra af „mistökum“.

Ávinningur þinn:

• Aukin gleði.
• Auðveldari samskipti.
• Meira frelsi í lífinu almennt.
• Aukið sjálfstraust.
• Aukin sjálfsþekking.
• Skapandi hugsun á vettvangi lífsins.

Fyrir hverja:

Fyrir alla sem vilja upplifa öryggi og flæði í samskiptum og vilja auka lífsgæði sín.

Kennsla:

Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson hafa rekið leiklistarskólann Opnar dyr í 10 ár. Þau eru bæði með meistarapróf í leiklistarfræðum og aðferðum leiklistar í samfélagslegu samhengi og hafa víðtæka reynslu af kennslu í leiklist, ritlist og skapandi greinum.

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki þátt í verklegum æfingum.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
( 4,78)

Umsagnir

Námskeiðið var með gott flæði og mjög skemmtilegt.
Ég er mjög ánægð með allt saman.
Það var virkilega gott að námskeiðið stóð sannarlega undir nafni sínu sem skapandi.
Frábært námskeið.
0