Skemmtileg skrif - námskeið fyrir ungt fólk

Verð snemmskráning 38.900 kr Almennt verð 42.800 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 10. febrúar
Þri. 20. feb. – 20. mars kl. 17:30 – 19:30 (5x)
Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Grunnur að góðu ritverki eða grunnur að góðum stíl.
Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut. Hér er útskýrð uppbygging ritgerðar og skáldverks.

Hugtökin sem hjálpa þér.
Á námskeiðinu verður farið í það með afar einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við höfum í hyggju að skrifa. Og hér er bent á þann grunn sem verður að vera til staðar, hvort sem um er að ræða eina vísu, ljóð, smásögu, skáldsögu, ritgerð eða annað form ritlistar. Alltaf eru sömu hugtökin að skjóta upp kollinum; grunnurinn sem við byggjum verk okkar á. Við munum fara hægum skrefum og skoða vandlega þau form sem koma við sögu. Einfaldar skýringar og fjölmörg dæmi verða tekin fyrir. Hér er hugmyndin sú, að fagmennskan verði skýrð á mannamáli; að hinn fræðilegi þáttur bókmennta auðveldi okkur aðgang að eigin skrifum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvernig er best að byrja?
• Hvað er söguþráður?
• Grunn að góðri bók eða góðri ritgerð.
• Hugtökin sem hjálpa.
• Byggingu, fléttu, efnisþætti og áhersluatriði.
• Einfaldari leið að flóknum heimi.
• Hið flotta plott og hina réttu uppbyggingu ritgerðar.
• Leiðina frá Aristótelesi til okkar daga.
• Hvernig við förum með heimildir.

Ávinningur þinn:

• Að koma skipulagi á sköpunina og læra að hafa gaman af skrifum.
• Að skilja mátt hins skáldlega og fræðilega í ritlist.
• Að þora að nálgast kjarnann í hugsun okkar.
• Að virkja sköpunargleðina til krefjandi verka.
• Að öðlast færni, svo fullnægja megi skáldlegri löngun.
• Að skilja hvernig ritgerð er undirbúin og unnin.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað ungu fólki, frá 14 ára aldri og upp úr, sem hefur í hyggju að skrifa og virkja skáldlega þörf eða nýta hugmyndir sínar í ritgerðum. Það fólk sem hefur hugsjónir og vill láta metnaðarfulla drauma um göngu á ritvelli rætast, ætti ekki að sleppa þessu tækifæri. Námskeiðið er fyrir ungt fólk sem vill átta sig á öllum helstu undirstöðuatriðum skáldlegra og fræðilegra skrifa og vill læra að virkja andann.
Námskeiðið er byggt á námskeiðinu Skáldleg skrif sem Kristján Hreinsson hefur oftsinnis haldið hjá Endurmenntun HÍ.

Kennsla:

Kristján Hreinsson er skáld og heimspekingur. Hann á meira en 700 útgefna söngtexta, hefur ort mikinn fjölda limra og annarra lausavísna, bækur hans eru eitthvað á fjórða tuginn, þar af u.þ.b. tugur ljóðabóka. Hann hefur áður haldið námskeið sem þetta, með góðum árangri.

Aðrar upplýsingar:

Allar bækur byrja á einum staf og fjöldi orða gildir einu, þær enda flestar á punkti og hafa allar eitthvað merkilegt að segja. Ritgerðir þurfa að fara að remma og reglum, svo hægt sé að meta gildi þeirra. Við könnumst öll við hugtökin: Kynning, úrvinnsla og lausn. En hvað býr að baki, hvernig og hvers vegna?

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Kristjáns Hreinssonar um skapandi skrif:

Skemmtilegt námskeið og hvetjandi!

Kennari fær mann til að hugsa út fyrir kassann, mjög jákvætt.

Skemmtilegar ritæfingar sem héldu athyglinni.

Frábær kennari, gefur nemendum innblástur.

Farið vel í gegnum uppbyggingu skáldsögu á lifandi hátt og með góðum æfingum sem festa betur aðferðafræðina.

Framsetning og kennsla til fyrirmyndar.
Mjög gott námskeið í alla staði.
0