Milli steins og sleggju: Baráttan um Mið-Austurlönd

Verð snemmskráning 28.500 kr Almennt verð 31.400 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 19. febrúar
Fim. og mán. 1., 5., 8. og 12. mars kl. 19:30 – 21:30 (4x)
Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Hvað er eiginlega í gangi í Mið-Austurlöndum? Hvað gerist nú? Um hvað er verið að deila í Mið-Austurlöndum? Á námskeiðinu, sem tengist útgáfu nýrrar bókar Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, verður fjallað um nokkur af helstu deilumálum Mið-Austurlanda á 20. og 21. öldinni með það fyrir augum að efla skilning á þeim vandamálum sem þetta svæði stendur frammi fyrir.

Mið-Austurlönd eru á milli steins og sleggju þar sem íbúar þessa svæðis hafa á sl. 100 árum beitt ýmsum aðferðum og lausnum til að finna hinn gullna meðalveg milli hefðarinnar og nútímans, milli sjálfstæðis og jafnréttis, milli ofbeldis og framfara, milli hagsmuna meirihlutans og minnihlutans og milli trúfrelsis og einstaklingsfrelsis.

Hvað veldur því að Mið-Austurlönd hafa verið vettvangur langvarandi og erfiðra deilumála? Til að leita svara við þessum spurningum verður kastljósinu á þessu námskeiði beint að nokkrum ákveðnum atburðum sem eru lýsandi fyrir pólitíska- og menningarsögu Mið-Austurlanda. Vonast er til að þátttakendur fái nýja og gagnrýnni sýn á Mið-Austurlönd og ákveðinn þekkingarramma til að túlka bæði fortíð og nútíð svæðisins og verði þar af leiðandi betur í stakk búnir til að skilja framtíð landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Bók Magnúsar Þorkels verður helsta lesefni námskeiðsins. Einnig er mælt með að þátttakendur horfi á eina nýlega og áhrifamikla íranska kvikmynd
Jodaí-e Nader az Simin (Skilnaður Nader frá Simin, 2011, Asghar Farhadi leikstjóri) en í henni kristallast einmitt nokkur af helstu vandamálum þessa svæðis. Gert er ráð fyrir að þátttakendur horfi á kvikmyndina fyrir þriðja námskeiðskvöldið. Enska heitið á myndinni er A Separation og er til dæmis hægt að nálgast hana á Netflix og Itunes.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Mið-Austurlönd.
• Íslam.
• Stöðu kvenna.
• Stríð og hernám.

Kennsla:

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Aðrar upplýsingar:

Forlagið mun, áður en námskeiðið hefst, bjóða þátttakendum námskeiðsins bók Magnúsar Þorkels Bernharðssonar á sérstöku tilboðsverði.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,97)

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Magnúsar Þorkels:

Mjög gott námskeið. Frábær kennari með yfirburða þekkingu og kemur námsefni vel til skila.

Mjög yfirgripsmikið og skýrt - Magnús gefur góða hugmynd af ástandinu án fordóma.

Vel skipulagt og ótrúlega mikil fræðsla á stuttum tíma. Kennarinn þekkir sögu og staðreyndir/atburði vel og gerir efnið ótrúlega lifandi og spennandi.

Stórkostlegt námskeið í alla staði og lærdómsríkt.

Einn besti og áhugasamasti kennari sem ég hef hlýtt á!
0