Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt

Verð 49.400 kr

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt

Verð 49.400 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Þri. 29. okt. - 26. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (5x)
Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi.

Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Farið er í léttar og skemmtilegar æfingar sem eru til þess fallnar að nýta eigin styrkleika betur, bæta samskipti og ná meiri árangri.

Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt.

Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti. Dæmi um styrkleika einstaklinga eru hugrekki, samúð, sköpunarkrafur, þrautseigja og heilindi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Jákvæð samskipti.
• Samspil jákvæðni og árangurs.
• Leiðir til að auka jákvæðni í eigin lífi og annarra.
• Styrkleika og styrkleikaþjálfun.

Ávinningur þinn:

• Meiri ánægja og gleði í daglegu lífi.
• Aukin sjálfsþekking og bætt samskipti.
• Færni í að greina og nýta styrkleika.
• Meiri árangur.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að draga fram styrkleika og öðlast innihaldsríkara líf, auka gæði í samskiptum og fá innsýn í styrkleikaþjálfun.

Kennsla:

Anna Jóna Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Auðnu ráðgjafar og starfar við ráðgjöf og þjálfun. Anna Jóna er með BA-próf í sálfræði frá HÍ og kennsluréttindanám frá HA. Anna Jóna er viðurkenndur styrkleikaþjálfi frá Center of Applied Positive Psychology í Englandi.

Kristín Linda Jónsdóttir er sálfræðingur, kennari, fyrirlesari og ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar. Kristín Linda rekur eigin fyrirtæki Huglind ehf, hún nýtir jákvæða sálfræði í meðferð og ráðgjöf auk hugrænnar atferlismeðferðar og fleiri sálfræðimeðferða. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá HA, cand. psych. gráðu sem klínískur sálfræðingur frá HÍ og kennsluréttindanámi frá HA.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur taka Realise2 styrkleikapróf og fá styrkleikagreiningu.
Prófið er innifalið í námskeiðsgjaldi.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,83)

Umsagnir

Góð kennsla, skemmtilegir, jákvæðir og faglegir kennarar.
Frábært að taka styrkleikapróf og fjalla um það.
Mætti með opinn huga og fannst námskeiðið áhugavert og skemmtilegt.
Skemmtilega fram sett námskeið og mjög áhugavert að fara í gegnum styrkleikaprófið.
0