Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt

Verð snemmskráning 44.900 kr Almennt verð 49.400 kr

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt

Verð snemmskráning 44.900 kr Almennt verð 49.400 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 7. febrúar
Mið. 17. feb. - 17. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x)
Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi.

Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Farið er í léttar og skemmtilegar æfingar sem eru til þess fallnar að nýta eigin styrkleika betur, bæta samskipti og ná meiri árangri.

Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt.

Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti. Dæmi um styrkleika einstaklinga eru hugrekki, samúð, sköpunarkrafur, þrautseigja og heilindi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Jákvæð samskipti.
• Samspil jákvæðni og árangurs.
• Leiðir til að auka jákvæðni í eigin lífi og annarra.
• Styrkleika og styrkleikaþjálfun.

Ávinningur þinn:

• Meiri ánægja og gleði í daglegu lífi.
• Aukin sjálfsþekking og bætt samskipti.
• Færni í að greina og nýta styrkleika.
• Meiri árangur.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að draga fram styrkleika og öðlast innihaldsríkara líf, auka gæði í samskiptum og fá innsýn í styrkleikaþjálfun.

Kennsla:

Anna Jóna Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Auðnu ráðgjafar og starfar við ráðgjöf og þjálfun. Anna Jóna er með BA-próf í sálfræði frá HÍ og kennsluréttindanám frá HA. Anna Jóna er viðurkenndur styrkleikaþjálfi frá Center of Applied Positive Psychology í Englandi.

Kristín Linda Jónsdóttir er sálfræðingur, kennari, fyrirlesari og ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar. Kristín Linda rekur eigin fyrirtæki Huglind ehf, hún nýtir jákvæða sálfræði í meðferð og ráðgjöf auk hugrænnar atferlismeðferðar og fleiri sálfræðimeðferða. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá HA, cand. psych. gráðu sem klínískur sálfræðingur frá HÍ og kennsluréttindanámi frá HA.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur taka Realise2 styrkleikapróf og fá styrkleikagreiningu.
Prófið er innifalið í námskeiðsgjaldi.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,97)

Umsagnir

Gott og gefandi námskeið.
Skemmtilegir kennarar, hrífa mann með sér. Styrkleikaprófið gagnlegt.
Ánægjulegt og upplífgandi, frábært start til að koma sér af stað í sjálfsvinnu.
Mjög áhugavert og vekur mann til umhugsunar um eigin styrkleika og hvernig megi nýta þá í lífinu.
Fékk fullt af verkfærum til að nýta í að láta draumana rætast.
0