Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar

Verð snemmskráning 17.900 kr Almennt verð 19.700 kr

Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar

Verð snemmskráning 17.900 kr Almennt verð 19.700 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 8. febrúar
Fim. 18. feb. kl. 13:00 - 16:00
Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Margir þurfa að senda tölvupóst eða skrifa stutta athugasemd í vefkerfi. Aðrir þurfa að taka saman greinargerð eða semja fréttatilkynningu. Texti verður til og lesandi þarf að taka hann trúanlegan.

Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Formlega texta: Markmið og einkenni.
• Stíl sem hæfir efni og ýmis álitamál sem upp koma.
• Rétt mál og rangt, gott mál og vont.
• Tölvupósta, innri vefi, heimasíður og fréttabréf.

Ávinningur þinn:

• Þekking á helstu hjálpargögnum, bæði prentuðum og rafrænum.
• Aðferðir til þess að bæta ritun í smáu og stóru.
• Öryggi við ritun texta.
• Kynnast þátttakendum á námskeiði sem eru í svipuðum sporum.

Fyrir hverja:

Ætlað öllum sem vilja láta taka alvarlega texta sem frá þeim fara.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,73)

Umsagnir

Mjög góð framsetning og kennari afar fróður.
Dæmin sniðug og gagnleg.
Skemmtilegar æfingar.
Frábært námskeið.
0