Núvitundarnámskeið: Velkomin í núið – frá streitu til sáttar

Verð 63.700 kr

Núvitundarnámskeið: Velkomin í núið – frá streitu til sáttar

Verð 63.700 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Mán. 16. sept. - 4. nóv. kl. 19:30 - 21:00 (8x)
Herdís Finnbogadóttir, sálfræðingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Næsta námskeið er á dagskrá í janúar 2020.

Velkomin í núið er átta vikna núvitundarnámskeið sem er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er.

Stuðst verður einna helst við reynslunám (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun. Einnig verður fræðsla og umræða.

Námskeiðið er átta vikna langt. Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 20 - 40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Núvitund
• Sjálfstýringu hugans
• Hugarstarfsemirnar „að gera“ og „að vera“
• Meðvitað val

Ávinningur þinn:

• Minni streita, kvíði og depurð
• Aukin hugarró
• Aukin meðvitund og þátttaka í eigin lífi

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við depurð, kvíða og streitu daglegs lífs. Auka almenna vellíðan sem skilar sér bæði í einkalífi og starfi.

Kennsla:

Herdís Finnbogadóttir lauk cand psych námi í sálfræði frá Háskóla Íslands, hefur sótt  kennaranámskeið í núvitund á vegum Oxford Mindfulness Centre og er menntaður jógakennari. Herdís starfaði áður sem skólasálfræðingur  en er nú sálfræðingur á geðsviði Landspítalans þar sem hún stýrir meðferðarúrræði þar sem áhersla er lögð á núvitundarþjálfun. Síðastliðin ár hefur hún lagt áherslu á meðferð byggða á samkennd (Compassion Focused Therapy). Samhliða starfinu hefur hún stundað kennslu á háskólastigi og rekið eigin sálfræðistofu. 

Aðrar upplýsingar:

Gott er að taka með jógadýnu.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,93)

Umsagnir

Mjög vel skipulagt. Opnaði fyrir manni nýjan heim.
Mér fannst námskeið í heild sinni frábært. Áherslan á góðvild er frábær og einnig hvernig maður skoðar líðan - tilfinningar og erfiðleika.
Notalegt andrúmsloft og gott skipulag. Aðferðir til að vera en ekki gera.
Þetta námskeið opnaði hugann fyrir mikilvægi þess að hugsa um núið og sjálfan sig.
Ég hlakka til að halda áfram að nýta mér það sem ég hef lært hér.
0