Söngtextagerð

Verð 40.600 kr

Söngtextagerð

Verð 40.600 kr
Prenta
Mán. 20., 27. jan. og 3. feb. kl. 19:30 - 22:00 (3x)
Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Langar þig að læra að yrkja söngtexta? Þá leikur lánið við þig því það að yrkja söngtexta er eitt af því sem allir geta lært.
Kristján Hreinsson leiðir þig í allan sannleika málsins á þessu námskeiði.

Á námskeiðinu verður farið í grunnhugtök bragfræðinnar, ýmsar aðferðir við textagerð skoðaðar og þá verður fólki bókstaflega kennt að yrkja söngtexta. Undir lok námskeiðsins munu þátttakendur geta ort sönghæfa texta og metið ýmsa af þeim þáttum sem geta gert góðan texta enn betri.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Bragfræði og byggingu texta.
• Hvernig á að yrkja söngtexta.
• Hvað ber að varast þegar texti er ortur.
• Hver er munurinn á sönghæfum og ósönghæfum texta.

Ávinningur þinn:

• Þú getur samið þinn texta.
• Þú getur samið nýjan texta við gamalt lag.
• Þú munt koma þér og öðrum á óvart.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri - það geta allir lært að yrkja!

Kennsla:

Kristján Hreinsson er skáld og heimspekingur, hann hefur ort nær 1000 söngtexta, gefið út fjöldann allan af ljóðabókum, ort tækifæriskveðskap og lausavísur.

Kristján Hreinsson þekkið þið,
hann þrotlaust yrkir kvæðin
og hefur stundum lagt þeim lið
sem læra vilja fræðin

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,36)

Umsagnir

Lærði aðferðir við textagerð og uppbyggingu, sem og bragfræði.
Margt fræðandi, gott að fara í stuðla, höfuðstafi og hrynjandi.
Kennari skemmtilegur og segir vel frá.
Uppbyggilegt og gott námskeið.
0