Íslensk fatasaga og uppruni lopapeysunnar

Verð snemmskráning 17.900 kr Almennt verð 19.700 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 28. október
Mið. 7. og 14. nóv. kl. 20:00 - 22:00
Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ, rithöfundur og hönnuður
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið byggir á tveimur rannsóknum, annars vegar um þróun fatagerðar og fatahönnunar á 20. öld og hins vegar um uppruna, sögu og hönnun íslensku lopapeysunnar. Á myndrænan hátt verður varpað ljósi á þá áhrifavalda og hvaða forsendur og samverkandi þættir hafi stuðlað að þróun í fatagerð og fatahönnun sem mikilvægu afli í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi og „íslensku lopapeysunni“ sem einni af mikilvægustu útflutnings- og minjavöru Íslendinga fyrr og síðar.

Þegar Íslendingar gerðust aðilar að EFTA árið 1970 skuldbundu þeir sig til að tryggja að íslensk framleiðsla sæti við sama borð og sú erlenda sem flytja átti inn. Lífið fór að snúast um öflugar verksmiðjuvélar, mikið magn vél- og handprjónaðra afurða, mikinn fjölda starfsfólks, viðskipti við útlönd, vöru- og tískusýningar auk þess sem nánast allt landið var undirlagt af prjóna- og saumastofum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Þróun fatagerðar og fatahönnunar á 20. öld.
• Atvinnu- og útflutningsögu fatnaðar.
• Uppruna, sögu og hönnun íslensku lopapeysunnar.
• Mikilvægi íslenskrar fatahönnunar fyrir verslunar- og minjaumhverfið.

Ávinningur þinn:

• Að öðlast innsýn inn í íslenska atvinnu-, iðnaðar- menningar- og hönnunarsögu.
• Að á myndrænan hátt fá tækifæri til að skoða samfélagssöguna út frá fatnaði.
• Að þekkja uppruna og gerð íslensku lopapeysunnar.
• Að öðlast dýpri skilning á mikilvægi íslenskrar hönnunar sem sölu- og minjavöru.

Fyrir hverja:

Þá sem hafa almennan áhuga á íslensku þjóðlífi og sögu. Kennara á grunn-, framhalds- og háskólastigi innan fata- og textílkennslu, hönnunar-, menningar-, sögu-, lista- og samfélagskennslu (nemendur og kennara), aðila innan safna, menningar- og ferðamála, verslunar (minjavörur), hönnuði o.fl.

Kennsla:

Ásdís Jóelsdóttir er lektor við Menntavísindasvið HÍ, auk þess að vera hönnuður og rithöfundur. Meðal frumsaminna verka eru: Tíska aldanna (2005), Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjun 21. aldar (2009), Saga hönnunar frá Egyptum til vorra daga (2013) og Íslenska lopapeysan, upprunia, saga og hönnun (2017).�

0