)
UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ
Nýtur þú þess að hlusta á klassíska tónlist? Viltu skilja og njóta hinna mörgu blæbrigða hennar enn betur? Á námskeiðinu munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og klassíski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui leiða þátttakendur inn í heim klassískrar tónlistar með útskýringum, lifandi tóndæmum, upptökum og myndböndum.
Kennslan fer fram bæði á íslensku og ensku.
Þau Guðrún Jóhanna og Francisco Javier hafa ekki einungis gaman að því að koma fram á tónleikum, heldur líka því að kynna tónlistina fyrir áheyrendum, útskýra og setja hana í samhengi við það umhverfi sem hún sprettur úr og segja sögur.
Saman hafa þau haldið fjölmarga geysivinsæla fyrirlestra á Spáni, þar sem gítarinn er ávallt með í för og hljómar í meðleik með rödd Guðrúnar, en einnig þegar þau útskýra þemu, hljóma, takt, blæbrigði og fleira. Að auki notast þau við hljóðupptökur og myndbönd á netinu með fremstu tónlistarmönnum heims til þess að opna þátttakendum nýjar dyr inn í undraveröld klassískrar tónlistar.
Þátttakendur námskeiðsins eru hvattir til þess að taka virkan þátt í umræðum um tónlist og spyrja spurninga.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Óperur, sinfóníska tónlist og ljóðasöng.
• Strengjakvartetta, raddgerðir, hljóðfæri, kirkjutónlist, einleikstónlist og þjóðlagatónlist.
• Félagslegan þátt tónlistar, tónlistarform, hugtök, greiningu á tónlist og tímabil í tónlistarsögunni.
• Heilsueflandi tónlistariðkun og tónlistarmanninn sem býr í okkur öllum.
Ávinningur þinn:
• Að njóta tónlistar enn betur með því að læra að hlusta á nýjan hátt, skilja betur blæbrigði, liti og form klassískrar tónlistar, hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur þróast.
• Að skilja betur hvað tónlistin getur tjáð, umhverfi hennar, þjóðfélag og sögu.
• Að skilja betur hvernig raddir og hljóðfæri hljóma og virka, hvaða tilgangi tónlist þjónar og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á líf þitt.
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á og yndi af tónlist en hafa ekki sérþekkingu á henni. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.
Kennsla:
Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og klassíski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui hafa komið fram sem dúó á tónleikum í fjórum heimsálfum frá því þau hófu samstarf árið 2002 við Guildhall School of Music and Drama í London en þau luku bæði meistaragáðu frá skólanum. Þau hafa kennt við Saint Louis University Madrid Campus á Spáni og haldið fjölda fyrirlestra um tónlist með lifandi tóndæmum, þar á meðal fyrir Stanford Bing Overseas Study Program. Þau eru stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg.
Aðrar upplýsingar:
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.