Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfi

Verð snemmskráning 28.600 kr Almennt verð 31.500 kr

Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfi

Verð snemmskráning 28.600 kr Almennt verð 31.500 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 27. mars
Þri. 6. og fim. 8. apríl kl. 16:15 - 19:15
Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Hvernig hámarka ég árangur minn? Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir?

„Að verða betri en ég er“ er sjálfstætt framhald námskeiðsins „Öflugt sjálfstraust“ sem notið hefur mikilla vinsælda um árabil.

Reynslan sýnir að flestir trúi því að þeir geti bætt sig á einhverjum sviðum. Til þess að svo megi verða er þó mikilvægt að tileinka sér rétt hugarfar. En hvað einkennir hugarfar þeirra sem ná jafnan sínu besta fram, jafnvel við krefjandi aðstæður?
Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. T.d. hvernig við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Hvernig unnt er að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti, ná góðum tökum á streitu auk þess að laða fram það besta í öðrum. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Markmiðasetningu.
• Hugarfar afreksfólks.
• Að ná árangri við krefjandi aðstæður (bregðast við mótlæti).
• Streitustjórnun.

Ávinningur þinn:

• Lærir að setja háleit en raunhæf markmið.
• Árangursríkt hugarfar.
• Verður góð(ur) undir álagi.
• Lærir að stjórna eigin líðan og streitu.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem vilja ná ennþá lengra í lífi og starfi.

Kennsla:

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og Bragi Sæmundsson, sálfræðingur og kennari.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,75)

Umsagnir

Góð nálgun á mikilvægum atriðum fyrir betri líðan.
Mjög áhugavert og ég tek með mér margt í verkfærakistuna.
Skýrt námskeið, maður gat tengt við á mörgum stöðum.
Frábært námskeið.
0