Vellíðan og velgengni í starfi - með jákvæða sálfræði og núvitund að leiðarljósi

Verð 38.400 kr

Vellíðan og velgengni í starfi - með jákvæða sálfræði og núvitund að leiðarljósi

Verð 38.400 kr
Prenta
Mán. og mið. 24. og 26. sept. kl. 16:15 - 19:15
Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, MA í náms- og starfsráðgjöf og diplóma í jákvæðri sálfræði
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Annað námskeið er á dagskrá í nóvember

Það er fjölmargt sem við sem einstaklingar getum gert til að stuðla að eigin vellíðan og velgengni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig við getum nýtt okkur jákvæða sálfræði og núvitund til að efla okkur í starfi. Áhersla er lögð á hagnýtar æfingar og verkefni sem hægt er að tileinka sér strax og ná þannig að næra neistann og blómstra í starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um helstu svið jákvæðrar sálfræði með áherslu á styrkleika, hugarfar og flæði ásamt því að skoða áhrifamátt bjartsýni, jákvæðra tilfinninga og samskipta. Farið er yfir hvað felst í núvitund, ávinning þess að tileinka okkur núvitund og hvernig við getum fléttað því inn í annasamt daglegt líf og starf. Áhersla er lögð á hvað við sem einstaklingar getum gert til að efla okkur og bæta líðan. Farið er í skemmtilegar og árangursríkar æfingar sem hjálpa okkur við að tileinka okkur nýjar leiðir til að nálgast áskoranir í starfsumhverfi okkar og stuðla þannig að eigin vellíðan og velgengni í starfi.

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita innsýn í jákvæða sálfræði og núvitund ásamt því að fara í hagnýtar æfingar og kynna leiðir til að fólk geti nært neistann sinn og aukið um leið vellíðan og velgengni í starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Helstu fræðasvið jákvæðrar sálfræði, s.s. styrkleika, flæði, hugarfar, jákvæðar tilfinningar og samskipti.
• Núvitund og ávinning þess að tileinka sér núvitund.
• Hagnýtar raunprófaðar æfingar sem byggja á grunni núvitundar og jákvæðrar sálfræði.
• Hvernig flétta megi jákvæða sálfræði og núvitund inn í daglegt líf og starf til að efla eigin vellíðan og velgengni.

Ávinningur þinn:

• Aukin sjálfsþekking, jákvæðni og jafnaðargeð.
• Meiri starfsgleði og samskiptahæfni.
• Fleiri verkfæri í verkfæratösku daglegs lífs, þ.e. þekking á æfingum og leiðum sem þú getur nýtt þér til að auka vellíðan og velgengni.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem vilja auka vellíðan og velgengni í starfi og nýta sér aðferðir jákvæðrar sálfræði og núvitundar.

Kennsla:

Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf. Bryndís Jóna hefur sótt sér kennaraþjálfun og farið á fjölmörg námskeið varðandi núvitund bæði hérlendis og erlendis. Sem dæmi má nefna Teaching training við Bangor háskóla í Wales, námskeið um núvitund og stjórnun (mindful leadership) við Institute for Mindful leadership í NY, kennaraþjálfun um núvitund og heilsu hjá Breathworks í London og sótt masterclass hjá Oxford University. Þá hefur hún þýtt og kennt .b sem er breskt námsefni í núvitund fyrir 11-18 ára og nýlokið við að skrifa núvitundarnámsefni fyrir ungt fólk.

Bryndís Jóna hefur haldið fjölmörg námskeið, vinnustofur og fyrirlestra um núvitund, heilsueflingu og jákvæða sálfræði.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,0)

Umsagnir

Frábær fyrirlesari, mjög gott skipulag. Fullkomið!

Gott sambland af fyrirlestrum, myndböndum og æfingum. Praktískar æfingar sem hægt er að nota í daglegu lífi.

Fannst námskeiðið opna hug minn enn frekar um lífið og gildi þess. Finnst gaman þegar ég næ að auka víðsýni.

Líflegur fyrirlesari sem hélt manni algerlega við efnið - missti ekki úr mínútu.

Besta námskeið sem ég hef farið á :)
0