Auglýstu á Facebook

Verð snemmskráning 27.500 kr Almennt verð 30.300 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 30. mars
Mán. 9. og þri. 10. apríl kl. 16:15 - 19:15
Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Það geta allir auglýst á Facebook, en stundum fara auglýsingakrónurnar einhvern veginn út um gluggann. Margir nota “bústhnappinn” í tíma og ótíma í þeirri vissu að það sé leiðin til að auglýsa á Facebook. En Facebook ráðleggur t.d. fyrirtækjum að nota einungis 10% af auglýsingakostnaði í “búst”. 90% af fyrirhuguðum auglýsingakostnaði ætti að ráðstafa í alvöru auglýsingar, sem framleiddar eru í Auglýsingastjóranum eða með Power Editor, sem eru ókeypis verkfæri sem Facebook leggur auglýsandanum til. Vilji maður kreista auglýsingakrónurnar til hins ítrasta er tímanum vel varið í að komast til botns í auglýsingakerfinu, læra að stjórna kostnaðinum og nýta í þaula þennan áhrifamesta auglýsingamiðil heims.

Á þessu námskeiði köfum við í eðli Facebook auglýsinga, lærum réttu handtökin og förum yfir trixin, hvað gengur og hvað gengur ekki.

Sérsniðnu markhóparnir eru eitt það skemmtilegasta sem þú vinnur með í auglýsingakerfinu. Þú getur prófað að búa til þína eigin eða notfæra þér aðstoð gervigreindar Facebook, sem þá ryksugar fyrir þig gagnagrunninn í leit að þeim markhópi sem þú óskar eða sem passar þér best.
Með
auglýsingastjóranum getur þú meðal annars:
- Unnið með mismunandi hegðun herferða – hátt á annan tug. Hægt er að velja aukna umferð á vefsíðu eða fleiri áhorf á myndband.
- Nota endurmarkmiðun, sem er arfavinsælt!
- Skoða beina tengingu auglýsingar og sölu.
- Unnið með auglýsingar á mismunandi dreifileiðum (instagram, messenger).
- Skapa “lookalike” og sérsniðna markhópa.
- Gert margar mismunandi útgáfur af sömu auglýsingunni til að sjá hvaða áhrif t.d. mismunandi myndir eða titill hefur.
Og ótal margt annað.

Þetta námskeið gefur fyrst og fremst grunnfærni í að nýta sér helstu eigindi auglýsinga á Facebook og hvernig þú getur notað mismunandi leiðir til að láta herferðirnar vinna fyrir þig. Því auglýsing á Facebook er hreint ekki bara einföld auglýsing. Við kynnum okkur hvernig auglýsingar á samfélagsmiðlum greina sig frá “hefðbundnum” auglýsingum. Farið er yfir samsetningu herferðar, þar sem nýttar eru fleiri en ein leið til að ná til markhópsins, hvernig Instagram og Facebook eru einungis hluti þeirra dreifingaleiða sem þér stendur til boða. Unnið er með tölfræði og hvernig útgjöldum er háttað. Hvernig þú tengir aðgerðir á heimasíðu við auglýsingakerfið og fylgist með árangri einstakra herferða og/eða auglýsinga og gerir breytingar.
Við förum sérlega vel í vinnu með markhópa. Hvernig þú skapar þína eigin markhópa og hvernig þú nýtir gervigreind og gagnagrunn Facebook til að skapa sérsniðna markhópa. Hegðun markhópsins er undirstaðan og með réttri uppsetningu getur Facebook lært að þróa markhópinn þinn og þannig potað fleirum í þinn pott fyrir minni kostnað.
Við förum yfir hönnun auglýsinga, texta, myndir, vídeó og uppfærslur. Hvers konar efni hefur áhrif, hvað er hægt að framleiða án mikils tilkostnaðar og hvernig blöndum við áhrifaríkan kokteil, sem leiðir notandann í okkar rann?

Námskeiðið er yfirgripsmikið grunnnámskeið í auglýsingahluta Facebook og segja má að það sé í raun tvískipt. Annars vegar köfum við í tæknihluta auglýsingakerfisins, lærum að leita að réttu hnöppunum, smella á þá og fá vélina til að virka – og hins vegar er fjallað um hvernig við nýtum kerfið til að framleiða – hanna mismunandi herferðir og auglýsingar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Mismunandi auglýsingaleiðir á Facebook.
• Markhópagreiningu, sértæka markhópa og "lookalike" markhópa.
• Hvernig við nýtum aðstoð Facebook til að breyta aðgerðalausum notanda í virkan viðskiptavin.
• Hönnun auglýsinga, textar, myndir, myndbönd. Mismunandi þrep og leiðir eftir áherslum.
• Hvernig stjórna á útgjöldum, fylgjast með árangri og gera breytingar.
• Auglýsingastjórann, tengingu auglýsinga og heimasíðu, tengingu Facebook og Instagram auglýsinga.
• Nýjustu breytingar í virkni Facebook og hvað þær þýða fyrir fyrirtækjasíðuna. Einfaldar leiðir til úrlausnar.

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking og innsýn í þann mismun sem einkennir markaðssetningu á hefðbundnum miðlum og samfélagsmiðlum. Skilningur á eðli Facebook auglýsinga þar sem fyrirtækið kaupir "hegðun" fremur en birtingar.
• Þekking á mismunandi auglýsingaleiðum Facebook og hvernig mismunandi herferðir vinna fyrir þig.
• Verkleg kennsla í uppsetningu Facebook auglýsinga.
• Markhópagreining og notkun á Facebook verkfærum til að smíða og þróa þína eigin, sérsniðnu markhópa.
• Upplýsingar frá auglýsingastjóranum og hvernig þú nýtir þær til að ná áframhaldandi árangri.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja öðlast sterkan og góðan grunn í að nýta sér Facebook auglýsingar og skilja eðli þeirra.
Námskeiðið er sérlega hentugt fyrir eigendur minni fyrirtækja, fulltrúa stofnana og félagasamtaka, en einnig fyrir starfsfólk markaðs- og samskiptadeilda stærri fyrirtækja, sem ætla sér að auglýsa á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram.

Kennsla:

Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari. Hún hefur frá árinu 2008 kennt hundruðum viðskiptavina Endurmenntunar að nýta samfélagsmiðla og Facebook fyrir fyrirtæki í samskiptum og markaðssetningu.
Nánari upplýsingar: webmom og Maríanna

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með fartölvu með þráðlausu netkorti á námskeiðið. (Vinsamlegast athugið að töflur/apps hafa ekki endilega alla möguleika, sem við viljum nýta á námskeiðinu þar sem töflur og app eru notendamiðuð og ekki stjórnendamiðuð).

Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að þátttakendur hafi þegar stofnað persónulega Facebook síðu og einnig Facebook síðu fyrir fyrirtækið, þegar námskeiðið hefst.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,79)

Umsagnir

Frábært í alla staði. Góð kennsla á gríðarlega nytsamlegu efni.

Námskeið til fyrirmyndar - afar praktískt.

Flott yfirferð og farið vel í mikilvægustu aðferðirnar.

Námskeið í heild alveg frábært.
0