Verkáætlanir

Verð snemmskráning 49.900 kr Almennt verð 54.900 kr

Verkáætlanir

Verð snemmskráning 49.900 kr Almennt verð 54.900 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 27. mars
Þri. 6. og fim. 8. apríl kl. 8:30 - 12:30
Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri hjá Isavia
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu er farið yfir meginrás verkefna og m.a. rætt um ferli, áfanga og tímavörður og gerð verkáætlana. Rætt er um mat á aðfangaþörf, farið er í ýmsa fjárhagslega þætti, kostnaðararáætlanir og notkun aðferðar unnins virðis (earned value). Þátttakendur læra grunnatriði í gerð kostnaðaráætlana og hvernig byggja má upp einfaldar kostnaðaráætlanir og áætla fjárstreymi í verkefnum.

Efnisþættir námskeiðsins:
- Sundurliðun verkefnis í þætti og ferli, ákvörðun um röð aðgerða, myndræn framsetning verkefnisins.
- Fjallað um grunn verkáætlana, verkþætti og tímasetningar, og fjallað um mismunandi myndræna framsetningu verkáætlana.
- Rætt er um óvissu í kostnaðaráætlunum. Fjallað er um mat aðfanga og mismunandi sjónarhorn við gerð kostnaðaráætlana.
- Kennd er aðferð til að byggja upp kostnaðaráætlun á grundvelli lágmörkunar óvissu.
- Uppsetning á kostnaðaráætlun.
- Fjárstreymi og unnið virði í eftirfylgni á verkefnum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Sundurliðun verkefna með mismunandi aðferðafræði (Gantt, AOA, AON).
• Bundna leiðin (Critical Path Metod) og jöfnun aðfanga á hverjum tíma.
• Óvissa í verkefnum (PERT aðferðafræði).
• Kostnaðaráætlun og unnið virði.

Ávinningur þinn:

• Þróa hæfni til að taka við verkefni og sundurliða það í áfanga og tímavörður.
• Þróa hæfni til að taka tillit til óvissu í gerð verkáætlunar.
• Þróa hæfni í að gera kostnaðaráætlanir og kostnaðareftirlit.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins þar sem vinna í verkefnum og eftirfylgni með kostnaði er stór hluti af daglegu starfi.

Kennsla:

Sveinbjörn Jónsson, M.Sc. í verkfræði og MPM. Sveinbjörn er samræmingarstjóri hjá Isavia.

Aðrar upplýsingar:

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem þátttakendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,91)

Umsagnir

Góðar umræður og góð dæmi.
Áhugavert, gaf mér innsýn inn í verkáætlanir.
Skýringar á mannamáli.
Kennsla og framkoma góð.
0