Trello - fyrstu skrefin

Verð snemmskráning 23.800 kr Almennt verð 26.200 kr

Trello - fyrstu skrefin

Verð snemmskráning 23.800 kr Almennt verð 26.200 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 15. mars
Fim. 25. mars kl. 9:00 – 12:30
Logi Helgu, ScrumMaster hjá Marel
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Trello er einfalt og sveigjanlegt smáforrit til að skipuleggja verkefni, hugmyndir, ferla eða hvað annað sem krefst skipulags og yfirsýnar. Trello hentar hvort sem er á vinnustaðnum eða heima fyrir og fellur vel að hópavinnu og ólíkum vinnuaðferðum.

Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriðin í Trello, allt frá einföldustu uppsetningu á persónulegu skipulagi yfir í hópavinnu og stærri verkefni.

Farið verður yfir grunnatriði við uppsetningu borða og hvernig á að vinna í Tello. Skoðað verður hvernig viðbætur við Trello geta bætt notkunarmöguleika þess og farið yfir dæmi um hvernig þær nýtast í starfi.

Á námskeiðinu verður notast við Trello borð sem mun innihalda yfirlit yfir námskeiðið.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Grunnatriðin í Trello.
• Viðbætur við Trello.
• Skipulagningu verkefna í Trello.
• Notkun Trello upplýsingaborða.

Ávinningur þinn:

• Fyrstu skrefin stigin í notkun á Trello og í átt til betra skipulags.
• Aukin kunnátta á því hvernig Trello getur hjálpað við verkefnavinnu og skipulag bæði á vinnustaðnum og heima fyrir.
• Yfirsýn yfir notkunarmöguleika Trello, s.s. upplýsingaborð og viðbætur.
• Þekking á því hvernig má stunda hópavinnu í Trello.

Fyrir hverja:

Alla þá sem hafa áhuga á skipulagi og vinna með verkefni sem þarfnast yfirsýnar. Námskeiðið er ætlað byrjendum.

Kennsla:

Logi Helgu er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og ScrumMaster hjá Marel. Áður starfaði hann sem verkefnastjóri hjá Mílu og Scrum Master hjá Novomatic Lottery Solutions. Logi hefur góða reynslu af verkefnastýringu og teymisstjórnun sem og reynslu af kennslu, m.a. sem stundakennari í HÍ.

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi með sér tölvu og Trello aðgang (má sækja á trello.com).

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,00)

Umsagnir

Stutt og hnitmiðað, auðvelt að spyrja kennara og fá frekari útskýringar.
Námskeiðið var afar gagnlegt og opnaði nýjar dyr í verkefnastýringu.
Logi er skýr og kann efnið vel.
Gott yfirlit yfir hugbúnaðinn. Kennarinn notaði mörg dæmi um notkunarmöguleika.
Gott námskeið, viðmót kennara til fyrirmyndar.
0