Inngangur að greiningu ferla og ferlastjórnun

Verð 46.100 kr

Inngangur að greiningu ferla og ferlastjórnun

Verð 46.100 kr
Prenta
Einungis eitt sæti laust.
Mán. 26. og fim. 29. nóv. kl. 14:00 - 17:00
Birgir Hrafn Hafsteinsson, tölvunarfræðingur og MBA
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir þátttakendum grunnatriði ferlagreininga, hvernig má ná utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og koma auga á það sem má betur fara.

Á námskeiðinu er einnig farið yfir hvernig á að greina afurðir tiltekinna ferla, hagsmunaaðila og lykilgerendur. Í framhaldinu er litið á það hvernig bæta má ferlið út frá niðurstöðu greiningar á núverandi ástandi, gera það skilvirkara og hvernig huga má að stöðugum umbótum. Á námskeiðinu er stuttlega farið yfir grunnfræði og grunnhugtök ferlastjórnunar en áhersla námskeiðsins er á hagnýtingu og verklegar æfingar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Inngang að ferlastjórnun.
• Aðferðafræði og tól sem hægt er að nota við ferlagreiningar.
• Hagnýta nálgun við ferlagreiningar með æfingum og dæmum.

Ávinningur þinn:

• Öðlast grunnfærni í því að greina ferla.
• Koma auga á hagsmuna- og lykilaðila í tilteknu ferli, hverju ferli skilar og fyrir hvern.
• Að sjá hvernig umbætur ferla geta aukið samræmi, minnkað sóun og aukið framleiðni.
• Aukinn skilningur á mikilvægi ferla og þeirri hagnýtingu sem í þeim felst.
• Tækifæri til að greina algenga ferla úr daglegu lífi og þannig setja námsefnið í samhengi við umhverfi sem þátttakendur þekkja.

Fyrir hverja:

Þá sem vilja fá innsýn i greiningu ferla og hvernig má vinna að umbótum þeirra. Námskeiðið er ekki sett fram sem sérfræðinganámskeið og áhersla er lögð á hagnýta nálgun.

Kennsla:

Birgir Hrafn Hafsteinsson, tölvunarfræðingur og MBA. Birgir Hrafn starfar sem deildarstjóri vöruhúsa hjá Distica.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,89)

Umsagnir

Námskeiðið veitti góða innsýn í greiningu ferla og hvernig hægt er að hefjast handa.

Kennari greinilega mjög vel kunnugur námsefni og hefur reynslu sem skilar sér inn í kennsluna.

Vel framsett og viðfangsefnið mjög áhugavert.

Ljómandi gott námskeið, skýr framsetning og afslappað andrúmsloft en í hvetjandi formi.

Hagnýtt og gott að fá verklegar æfingar til að æfa sig.
0