Verkefnastýring með OneNote og Outlook - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr

Verkefnastýring með OneNote og Outlook - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 24. janúar
Mið. 3. feb. kl. 9:00 - 12:00
Hermann Jónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á þessu námskeiði er fjallað um hvernig er hægt að nota Outlook og OneNote til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Unnið verður eftir aðferðafræðinni „tómt innbox“ og farið yfir hvernig Outlook er notað í skipulagningu verkefna.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig Outlook og OneNote samnýta Task og hvernig er hægt að fá yfirlit yfir þau verkefni sem eru á döfinni. Fjallað er um það hvernig OneNote heldur utan um verkefni og skjöl sem tengjast verkefnunum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• QuickSteps
• Búa til reglur (Rules)
• Tasks
• Tags
• Forward to OneNote
• To do list
• Hvernig á að deila Notebook
• Samvinna á Notebook
• Hvernig taka á stjórnina af Outlook í eigin hendur

Ávinningur þinn:

• Öðlast meiri þekkingu og færni í Outlook.
• Aukin þekking á OneNote.
• Læra að nota OneNote til að halda utan um verkefni.

Fyrir hverja:

Byrjendur í Outlook og OneNote.

Kennsla:

Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er í dag sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur þurfa að vera með eigin fartölvu með forritið OneNote útg. 2013 eða 2016 uppsett. Athugið að ekki dugir að koma með „app“ útgáfu sem fylgir með flestum tölvum í dag. Þá er mælst til þess að þátttakendur komi ekki með Apple tölvu þar sem OneNote á þeim veitir takmarkaða möguleika til notkunar.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,46)

Umsagnir

Mjög góðar lausnir. Hugarfarsbreyting.

Vel skipulagt og lifandi námskeið. Vil nú bara læra meira.

Skýrt og góðir punktar varðandi Outlook, mun breyta mörgu fyrir mig í vinnunni.

Kennari kom efni vel frá sér og svaraði vel þeim spurningum sem upp komu.
Fróðlegt og skemmtilegt. Opnar augun fyrir nýjungum.
0