Íslensk öndvegisljóð

Verð 26.000 kr

Íslensk öndvegisljóð

Verð 26.000 kr
Prenta
Nýtt
Þri. 13., 20. og 27. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Hvað hefur best verið ort á íslensku? Er hægt að sjá einhvern þráð í íslenskri ljóðlist? Hvað er svona gott við ljóð Hallgríms Péturssonar eða Jónasar Hallgrímssonar? Eða Hannesar Péturssonar og Sigfúsar Daðasonar? Var Ólöf frá Hlöðum stórskáld?

Helstu bókmenntaafrek Íslendinga eftir ritun Íslendingasagna voru unnin í ljóðagerð. Sérstaklega eftir að Hallgrímur Pétursson kom fram og svo rís íslensk ljóðlist í hæstu hæðir með rómantísku stefnunni á 19. öld og Jónasi Hallgrímssyni. Hér verður farið yfir valin ljóð þessarar gullaldar íslenskrar ljóðlistar, tímabilið frá miðri 17. öld fram til miðrar 20. aldar. Staldrað verður við helstu hátinda, greint frá helstu hugmyndastraumum en ekki síður rýnt í höfundareinkenni helstu skálda tímabilsins. Lagt verður út af nýrri sýnisbók sem námskeiðið heitir eftir.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Samhengið í íslenskri ljóðlist.
• Sérkenni helstu ljóðskálda.
• Áhrif tíðaranda og umhverfis á yrkisefni og aðferð.

Ávinningur þinn:

• Að læra að njóta ljóðlistar.
• Fá yfirlit yfir samhengið í íslenskri ljóðagerð.
• Þekkja hátinda íslenskrar ljóðagerðar.
• Uppgötva ný uppáhaldsljóðskáld.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem unna ljóðum en líka þá sem vilja dýpka skilning sinn og þekkingu á íslenskri ljóðlist.

Kennsla:

Páll Valsson er bókmenntafræðingur og rithöfundur. Páll hefur starfað í áratugi við bókaútgáfu, bæði sem ritstjóri og útgáfustjóri, og að auki skrifað ævisögur Jónasar Hallgrímssonar, Vigdísar Finnbogadóttur og Egils Ólafssonar. Páll hefur að auki víðtæka kennslureynslu bæði af framhaldsskóla- og háskólastigi.

0