Umbrot á flekaskilum á Reykjanesskaga - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 27.300 kr

Umbrot á flekaskilum á Reykjanesskaga - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 27.300 kr
Prenta
Nýtt
Mið. 27. jan., 24. mars og 19. maí kl. 19:30 - 21:30
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu verður fjallað um yfirstandandi umbrotahrinu á flekaskilum Reykjanesskagans. Kennslan fer fram þrisvar á misserinu með nokkurra vikna millibili. Þannig gefst þátttakendum tækifæri, með sérþekkingu Páls að vopni, til að fylgjast með þeim breytingum sem verða á svæðinu á fyrstu fimm mánuðum ársins 2021.

Síðan í janúar 2020 hafa mælingar gefið vísbendingar um kvikuhreyfingar sem tengjast jarðskjálftavirkni á flekaskilum Reykjanesskagans. Framvinda atburðanna verður rakin og sett í samhengi við eðli flekahreyfinga.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Flekaskil og flekahreyfingar.
• Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga.
Eldvirkni á Reykjanesskaga.
Mælingar á kvikuhreyfingu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið verður á formi fyrirlestra og sniðið að fólki sem hefur áhuga á að fræðast um jarðfræði svæðisins. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.

Kennsla:

Páll Einarsson stundaði nám í eðlisfræði og jarðeðlisfræði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og tók doktorspróf frá Columbia University í New York árið 1975. Í starfi sínu sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans og prófessor við Háskóla Íslands hefur hann unnið við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum, jarðskjálftum og eldvirkni í meira en fjóra áratugi.

Aðrar upplýsingar:

Stefnt er að því að bjóða upp á vettvangsferð um lykilstaði á Reykjanesi að námskeiði loknu ef aðstæður leyfa. Ferðin, sem er ekki innifalin í námskeiðsgjaldi, verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Páls:
Framúrskarandi þekking á viðfangsefninu. Framsetning skýr og afslöppuð.
Allt til fyrirmyndar!
Frábær kennsla - skemmtilegum og áhugaverðum upplýsingum var komið vel til skila.
Takk fyrir skemmtilegt, fróðlegt og gott námskeið.
0