Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir

Verð snemmskráning 36.900 kr Almennt verð 40.600 kr

Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir

Verð snemmskráning 36.900 kr Almennt verð 40.600 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 12. febrúar
Mán. og mið. 22. og 24. feb. og 1. mars kl. 12:30 – 16:30 (3x)
Oddur Sigurðsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Námskeiðið byrjar á upprifjun á öllum helstu grunnatriðum er varðar innslátt, afritun og útlit. Flýtileiðir eru kynntar og fleira sem hjálpar fólki að vinna með Excel. Farið er yfir allar helstu aðgerðir í Excel sem nýtast við vinnslu gagna og nokkur innbyggð föll skoðuð.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Upprifjun á grunnatriðum er varðar innslátt, afritun og útlit.
• Skoðuð eru innbyggð föll, t.d. fjármálaföll, textaföll, leitarföll (lookup).
• Farið er í gerð einfalds rekstrarlíkans.
• Kennt að beita aðgerðunum Sort (röðun gagna), Filter (síun gagna).
• Goal-Seek (nálgun).
• Scenario (notkun sviðsetninga).
• Consolidate (samantekt gagna).
• Grunnatriði í gerð myndrita.
• Stutt kynning á snúningstöflu (PivotTable).
• Gerð einfaldra macro (fjölva) kynnt.

Ávinningur þinn:

• Að þekkja betur ýmsa notkunarmöguleika Excel í starfi.

Fyrir hverja:

Ætlað öllum þeim sem starfa með Excel og langar að læra meira. Gert er ráð fyrir nokkurri færni í Excel, en farið er hratt yfir grunnatriði í upphafi námskeiðs.

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með þráðlausu netkorti og Excel 2010 eða nýrri útgáfu á námskeiðið. Gott er einnig að hafa meðferðis tölvumús. Námsgögn eru rafræn en þátttakendur fá einnig afhenta vinnubók á upphafsdegi námskeiðs.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,5)

Umsagnir

Ótrúlega skýrt og praktískt námskeið.
Farið rólega yfir allt, ekkert mál að spyrja ef eitthvað fór framhjá manni. Farið yfir mikið efni. Góður kennari.
Oddur gaf sér tíma í að aðstoða og svara spurningum nemenda, hafði gott viðmót.
Lærði allt sem ég þurfti. Oddur frábær kennari.
0