Excel - fyrstu skrefin

Verð 18.600 kr

Excel - fyrstu skrefin

Verð 18.600 kr
Prenta
Þri. 19. jan. kl. 13:00 - 17:00
Oddur Sigurðsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Excel töflureiknirinn er eitt vinsælasta og mest notaða tölvuforrit í heiminum í dag. Excel er forrit sem notað er til að vinna með tölur og framkvæma útreikninga. Með Excel er hægt að skipuleggja stór söfn upplýsinga og setja fram á myndrænan hátt. Á þessu námskeiði er farið í grunnatriði þessa vinsæla forrits.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Forritið, rætt um möguleika þess og farið yfir forritagluggann.
• Grunnatriði útreikninga í Excel.
• Grunnatriði útlitsmótunar.
• Aðgerðirnar Röðun og Filter.
• Einfaldar innbyggðar formúlur eins og AutoSum, Average, Max og Min.
• Kynnt verða grunnatriði í myndritagerð.

Ávinningur þinn:

• Eftir námskeiðið ætti fólk að vita út á hvað Excel gengur og geta nýtt sér grunnatriði þess.

Fyrir hverja:

Fyrir þá sem ekkert hafa unnið á Excel en vilja kynnast og taka fyrstu skrefin í þessu vinsæla forriti.

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með þráðlausu netkorti og Excel 2010 eða nýrri útgáfu á námskeiðið. Gott er einnig að hafa meðferðis tölvumús.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,0)

Umsagnir

Mjög gott grunnnámskeið, farið vel yfir.
Lærði mikið miðað við hve tíminn var stuttur.
Kennarinn gerði flókinn hlut einfaldan. Skemmtilegt námskeið.
Skýrt og skipulega farið yfir efni, tíminn og stærð hópsins mjög passlegur.
0