Móttaka nýliða á vinnustað

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr

Móttaka nýliða á vinnustað

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 19. mars
Mán. 29. mars kl. 9:00 - 12:00
Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsráðgjafi menntasviðs Kópavogsbæjar
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Markviss móttaka nýrra starfsmanna á vinnustað er talin vera eitt af aðalatriðum til að tryggja hollustu og tryggð starfsfólks. Hún er jafnframt talin ýta undir betri frammistöðu starfsmanna og draga úr starfsmannaveltu.

Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi markvissrar móttöku nýliða til að tryggja hollustu og tryggð starfsfólks og bæta frammistöðu. Aðlögunin sem á sér stað þegar nýliði tekur til starfa er margþætt og getur tekið langan tíma. Það er afar mikilvægt að vandað sé til verka svo aðlögunin takist sem best og til að draga úr líkum á því að nýliðinn hætti störfum á fyrstu mánuðum í starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Starfsánægju, starfsmannaveltu og tengsl við móttöku nýliða.
• Aðlögun nýliða á vinnustað.
• Ferlið við nýliðamóttöku.
• Fóstrakerfi.

Ávinningur þinn:

• Öðlast skilning á mikilvægi markvissrar móttöku nýliða.
• Aukin þekking á tengslum góðrar nýliðamóttöku og hollustu og tryggðar.
• Kynnist ferlinu við móttöku nýliða.
• Kynnist fóstrakerfi og hugmyndinni á bak við það.

Fyrir hverja:

Stjórnendur og starfsmenn mannauðsmála í fyrirtækjum, stofnunum og öðrum skipulagsheildum og áhugafólk um efnið.

Kennsla:

Harpa Björg Guðfinnsdóttir er mannauðsráðgjafi menntasviðs Kópavogsbæjar. Harpa er með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,43)

Umsagnir

Gott hversu hnitmiðað og létt námskeiðið var. Hún var opin fyrir spurningum þannig við náðum að tengjast og heyra frá hinum. Mér fannst gagnlegt að hafa hópavinnu, þá fær maður innsýn og hugmyndir frá hinum.
Fannst námskeiðið upplýsandi og gefur manni öryggi í því að halda áfram með það sem maður er að gera.
Létt, áhugavert, hæfilegt magn af upplýsingum. Skemmtilegt að fá raundæmi úr starfi, bæði kennara og þátttakenda.
Kennarinn frábær, góður talandi, skýr og hnitmiðuð.
Mjög góð yfirferð - góðar hugmyndir um hvað betur má fara í móttöku nýrra starfsmanna.
0