Árangursrík samskipti - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 28.600 kr Almennt verð 31.500 kr

Árangursrík samskipti - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 28.600 kr Almennt verð 31.500 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 6. febrúar
Þri. 16. feb. kl. 12:30 - 16:30
Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Viltu ná forskoti í samskiptafærni? Viltu auka árangur þinn og öryggi þegar kemur að samskiptum, jafnvel við krefjandi aðstæður?

Hér er um stutt en hnitmiðað námskeið að ræða þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum.
Samfélagið og atvinnumarkaðurinn gerir sífellt auknar kröfur til fólks um leikni í mannlegum samskiptum. Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og færni á því sviði. Farið verður yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt fyrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu. Fjallað verður m.a. um samtalstækni, virka hlustun, listina að gagnrýna og aðferðir til að leysa ágreining.

Námskeiðið byggist á fyrirlestri, umræðum og léttum æfingum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Samtalstækni og framkomu.
• Virka hlustun.
• Endurgjöf (gagnrýni/hrós).
• Krefjandi einstaklinga/samskipti.

Ávinningur þinn:

• Betri samtalstækni og lipurð í samskiptum.
• Aukið öryggi í framkomu.
• Virkari hlustun.
• Öflugra sjálfstraust.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem vilja ná forskoti í samskiptaleikni.

Kennsla:

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og Bragi Sæmundsson, sálfræðingur og kennari.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,61)

Umsagnir

Hnitmiðað, jákvætt og uppbyggjandi.
Allar upplýsingar voru skýrt og vel framsettar með dæmum úr daglegu lífi. Verkefni vel afmörkuð
innan góðs tímaramma.
Námskeiðið hjálpar til við að huga betur að eigin framkomu gagnvart öðru fólki.
Mjög ánægð með námskeiðið. Fróðlegt og gagnlegt líka. Kennarar koma efninu vel frá sér á skemmtilegan hátt.
Dæmin og efnið var sett fram á afslappaðan hátt. Góðar umræður mynduðust á milli þátttakenda og
fyrirlesara.
0