Churchill

Verð snemmskráning 24.800 kr Almennt verð 27.300 kr

Churchill

Verð snemmskráning 24.800 kr Almennt verð 27.300 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 2. apríl
Mán. 12., 19. og 26. apríl kl. 19:30 - 21:30 (3x)
Illugi Jökulsson, rithöfundur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Winston Churchill var holdgervingur breska heimsveldisins á efstu dögum þess og ennfremur baráttunnar gegn Hitler í síðari heimsstyrjöld. Sumir telja að hann hafi bjargað Evrópu undan áþján nasista. En hver var þessi stórbrotni maður?

Barátta Churchills gegn Hitler er aðeins einn þáttur á ótrúlegum ferli. Margir telja forsætisráðherrann mestu hetju 20. aldar en svo eru aðrir sem fordæma hann sem heimsvaldasinna og rasista og geta vissulega bent á ýmislegt máli sínu til stuðnings. Illugi mun fjalla um allar hinar ólíku hliðar Churchills, leyfir honum að njóta sín en dregur hvergi fjöður yfir það sem gagnrýna má. Churchill var það sem kallað er á ensku „larger than life“ og þátttakendur á námskeiðinu fá sannarlega að upplifa það.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Breska heimsveldið: Hver var bakgrunnur þessa stórmennis 20. aldar?
• Fyrri heimsstyrjöldina: Hver voru áhrif Churchills á stríðsreksturinn, t.d. við Gallipoli og síðar í upphafi rússnesku byltingarinnar?
• Árin milli stríða: Churchill var skarpskyggnari en flestir aðrir þegar hann hamaðist gegn uppgangi Adolfs Hitlers í Þýskalandi.
• Seinni heimsstyrjöldina: Hefðu Bretar gefist upp ef hann hefði ekki stappað í þá stálinu? Gekk samvinna hans við Stalín of langt í stríðslok?
• Eftirstríðsárin: Hvernig höndlaði hann nýjan heim?
• Arfleifð Churchills nú á tímum

Ávinningur þinn:

• Þú kynnist merkilegum persónuleika Churchills, hann var breyskur en stórbrotinn.
• Þú færð góða þekkingu á sögu Evrópustyrjaldanna á 20. öld þar sem Churchill spilaði stórt hlutverk, ekki síst í þeirri seinni.
• Þú færð að heyra marga óborganlega ræðubúta og snjallyrði sem Churchill lét sér um munn fara á langri ævi.
• Þú færð fróðleik um þær helstu óteljandi bækur, bíómyndir og sjónvarpsþætti þar sem fjallað hefur verið um ævi hans frá mörgum hliðum.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga hafa á sögu og stjórnmálum. Efnistök Illuga eru sniðin fyrir þá sem þekkja sögu Bretlands 20. aldar og heimstyrjaldarinnar síðari í stærstu dráttum en sérfræðiþekkingar er alls ekki krafist. Rétt er að taka fram að þeir sem best eru lesnir um ævi Churchills munu eflaust ekki heyra neitt beinlínis nýtt á svo stuttu námskeiði en þeir geta þó haft bæði gagn og gaman af því að rifja upp kynnin af Churchill, ræða og meta ævi hans og áhrif. Illugi leggur mikið upp úr þátttöku fólks í umræðum og fagnar spurningum, útleggingum og frekari fróðleik frá þátttakendum í námskeiðum sínum.

Kennsla:

Illugi Jökulsson hefur haldið fjölda námskeiða fyrir Endurmenntun HÍ síðastliðinn áratug um allt frá Jesú Kristi til Adolfs Hitlers; Rómarkeisara til Indlandssögu. Námskeiðin eru sniðin fyrir fróðleiksfúsan almenning.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Illuga:

Þekking Illuga er lykillinn að góðu námskeiði. Frásögnin er alltaf áhugaverð.
Vel upp sett. Kennari frábær.
Skemmtileg frásögn Illuga gerir efnið lifandi og áhugavert.
0