Fréttayfirlit
Til hamingju, ökukennarar!
Útskrift 25 ökukennara fór fram síðastliðinn föstudag. Þetta er fyrsti útskriftarhópur ökukennara frá ENDURMENNTUN HÍ í kjölfar samstarfssamnings við Samgöngustofu um námið vorið 2017.
Nýr bæklingur kominn út
Í nýjum bæklingi kynnum við með stolti fjölbreytt framboð námskeiða og námsbrauta á haustmisseri, jafnt á sviði persónulegrar sem starfstengdrar hæfni.
ENDURMENNTUN 35 ára
ENDURMENNTUN á 35 ára afmæli nú í haust og í tilefni þess kynnum við nýtt merki sem hentar betur til notkunar á vef og í snjalltækjum en hið eldra. Endurmörkun ásýndarinnar er einnig til marks um vilja okkar og metnað til að vera sem sýnilegust og virkust í samfélaginu.
114 kandídatar brautskráðir frá Endurmenntun
Brautskráning Endurmenntunar Háskóla Íslands fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíó síðastliðinn föstudag, 15. júní. 114 kandídatar brautskráðust af fjórum námsbrautum, Jákvæðri sálfræði – diplómanámi á meistarastigi, Leiðsögunámi á háskólastigi, Fjölskyldumeðferð – diplómanámi á meistarastigi og námi til löggildingar fasteigna- og skipasala.
Metaðsókn í námsbrautir í haust
Stór hópur mun hefja nám á námsbrautum Endurmenntunar í haust, en umsóknir hafa aldrei verið fleiri. Við þökkum þessar góðu viðtökur og hlökkum til haustsins.
Blundar í þér bókari?
Svokölluð Þriggja þrepa leið samanstendur af þremur námslínum hjá Endurmenntun – Grunnnámi í bókhaldi, Grunnnámi í reikningshaldi og Undirbúningsnámi til viðurkenningar bókara. Leiðin er sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af bókhaldsstörfum. Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun, segir hér frá þessum námslínum.