Fréttayfirlit
Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári
Umsóknir í styttri námslínur eru í fullum gangi hjá Endurmenntun þessa dagana en þær eru opnar öllum þar sem engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám.
Sumarúrræði stjórnvalda
Í maí veittu stjórnvöld Íslands menntastofnunum styrki upp á hálfan milljarð króna til sumarnáms sem sérstaklega er ætlað ungum námsmönnum og þeim sem misstu atvinnu sína í Covid-19 faraldrinum. Endurmenntun leitaði til síns frábæra kennarahóps og sett var upp fjölbreytt dagskrá fyrir sumarið sem samanstendur af eininganámskeiðum, hagnýtum námskeiðum og undirbúningsnámskeiðum fyrir þá sem stefna á að hefja nám á háskólastigi.
Kynningarfundur námsbrauta 26. - 28. maí
Fjarkynningarfundir verða haldnir dagana 26. - 28. maí í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á kynningarfund.
Hádegisfyrirlestrar í samkomubanni
Þegar samkomubann var sett á þann 12. mars var ljóst að starfsemi Endurmenntunar yrði með óhefðbundnu sniði þetta vormisseri og þurftu nemendur, kennarar og starfsfólk að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á örskömmum tíma. Sömu sögu var að segja um flesta landsmenn og vikurnar eftir að samkomubannið var sett á voru mörgum þungar. Furðulegt andrúmsloft lá yfir samfélaginu og í tilraun til að létta lundina fékk Endurmenntun Eddu Björgvins., leikkonu og gleðigjafa, til að halda stuttan hádegisfyrirlestur sem sendur var út í beinni þriðjudaginn 24. mars.
Nýr rafrænn námsbrautabæklingur
Í nýjum rafrænum bæklingi kynnum við með stolti fjölbreytt framboð námsbrauta á haustmisseri.
Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 4. maí
Endurmenntun opnar dyr sínar að nýju eftir COVID19 lokun þann 4. maí n.k. Kennsla námskeiða og námsbrauta verður með hefðbundnu sniði í húsnæði stofnunarinnar.