Fréttayfirlit
Við tökum vel á móti þér á Dunhagann
Í janúar opnaði Endurmenntun dyrnar aftur að Dunhaganum fyrir þátttakendum og nemendum námsbrauta en húsið hafði verið lokað um nokkurt skeið vegna fjöldatakmarkana.
Kynningarfundur námsbrauta 26. - 28. maí
Fjarkynningarfundir verða haldnir dagana 26. - 28. maí í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á kynningarfund.
Hádegisfyrirlestrar í samkomubanni
Þegar samkomubann var sett á þann 12. mars var ljóst að starfsemi Endurmenntunar yrði með óhefðbundnu sniði þetta vormisseri og þurftu nemendur, kennarar og starfsfólk að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á örskömmum tíma. Sömu sögu var að segja um flesta landsmenn og vikurnar eftir að samkomubannið var sett á voru mörgum þungar. Furðulegt andrúmsloft lá yfir samfélaginu og í tilraun til að létta lundina fékk Endurmenntun Eddu Björgvins., leikkonu og gleðigjafa, til að halda stuttan hádegisfyrirlestur sem sendur var út í beinni þriðjudaginn 24. mars.
Nýr rafrænn námsbrautabæklingur
Í nýjum rafrænum bæklingi kynnum við með stolti fjölbreytt framboð námsbrauta á haustmisseri.
Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 4. maí
Endurmenntun opnar dyr sínar að nýju eftir COVID19 lokun þann 4. maí n.k. Kennsla námskeiða og námsbrauta verður með hefðbundnu sniði í húsnæði stofnunarinnar.
TILKYNNING VEGNA COVID-19 OG SAMKOMUBANNS
Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann og kveðið á um að Háskóla Íslands verði lokað í fjórar vikur mun Endurmenntun einnig loka og engin kennsla verða í húsnæði stofnunarinnar. Kappkostað verður að sýna viðskiptavinum og kennurum allan þann sveigjanleika sem EHÍ getur veitt miðað við aðstæður. Lagt verður kapp á að kennsla haldi áfram í formi fjarkennslu svo að nám riðlist sem minnst. Ef ekki tekst að bjóða upp á fjarkennslu mun kennsla frestast fram á vor. Viðskiptavinir fá upplýsingar um hvernig kennslu verður háttað á næstu dögum.