Fréttir

Áhugavert málþing nemenda í Jákvæðri sálfræði

Áhugavert málþing nemenda í Jákvæðri sálfræði

Í liðinni viku fór fram málþing hér á Dunhaganum þar sem útskriftarnemar námsbrautarinnar Jákvæð sálfræði - diplómanám á meistarastigi kynntu lokaverkefni sín. Efnisskráin var afar fjölbreytt, en meðal annars var fjallað um hvernig hægt er að auka vellíðan og hamingju í eigin lífi, hönnun byggingarlistar með hamingju í fyrirrúmi, jákvæða sjúkraþjálfun, niðurstöður könnunar á styrkleikum og líðan íslenskra tannlækna, jákvæða sálfræði fyrir flugliða, vaxandi hugarfar í skólastarfi og tæknifrjóvgun og jákvæða sálfræði, svo fátt eitt sé nefnt.

Sannarlega glæsilegur hópur sem hér slær botn í nám sitt!

0