Fréttir

Ánægja nýrra viðskiptavina

Ánægja nýrra viðskiptavina

Á árinu 2016 eignuðumst við fjölmarga nýja viðskiptavini. Það skiptir okkur máli að heyra af upplifun þeirra og viðhorfum til Endurmenntunar og því ákváðum við að gera könnun meðal þessa hóps. Niðurstöðurnar voru ákaflega ánægjulegar en af þeim sem svöruðu voru 92 % ánægðir með námskeiðin sem þeir sóttu og 99% þeirra telja líklegt að þeir sæki aftur námskeið hjá okkur.  

Það er gaman að sjá þessa miklu ánægju meðal þeirra sem voru að koma til okkar í fyrsta sinn og niðurstöðurnar gefa okkur byr undir báða vængi til að halda áfram á sömu braut.

Þeim sem svöruðu könnuninni gafst kostur á að taka þátt í happdrætti og var það Sigrún Þorsteinsdóttir sem datt í lukkupottinn og hlaut gjafabréf frá Endurmenntun að upphæð 15.000 krónur.

Við þökkum öllum sem tóku þátt og hlökkum til að fá enn fleiri nýja ánægða viðskiptavini á árinu 2017.

0