Fréttir

 Áslaug Björt og Þórunn til Endurmenntunar

Áslaug Björt og Þórunn til Endurmenntunar

Áslaug Björt Guðmundardóttir er nýr viðskiptastjóri Endurmenntunar. Áslaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu af mannauðsstjórnun og starfsþróunar- og fræðslumálum innan fyrirtækja. Hún hefur m.a. starfað hjá Íslandsbanka, Deloitte, A4 og Attentus - mannauður og ráðgjöf, ásamt því að starfa sjálfstætt við ráðgjöf, skriftir og bókaútgáfu. Áslaug hefur MA gráðu í Human Resources Leadership frá RSM, Erasmus háskólanum í Rotterdam, BS gráðu í rekstrarfræði frá Háskólanum á Bifröst og BA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands.

Þórunn Sigurðardóttir er nýr verkefnastjóri í þróunarteymi Endurmenntunar og mun halda utan um námskeið á sviði stjórnunar og fjármála sem og á heilbrigðis- og félagssviði. Þórunn hefur reynslu af störfum úr fjárhagsdeild og hugbúnaðardeild Íslandsbanka sem sérfræðingur og ráðgjafi. Þar að auki hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þórunn er að leggja lokahönd á meistaranám í viðskiptafræði með áherslu á gæði og umbætur auk þess að vera með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri, og kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskólum.

Við erum afar ánægð með að fá Áslaugu Björtu og Þórunni til liðs við okkur og munu þær án efa efla starfsemina enn frekar.

0