Í byrjun nóvember kemur út bókin: "Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova - Austurvígstöðvarnar í seinni heimsstyrjöldinni". Höfundur er Gísli Jökull Gíslason sem hefur haldið fjölmörg námskeið hjá okkur undanfarin ár og verður núna í október með námskeið um orrustuna um Stalíngrad.
Bókin er um átakasögu austurvígstöðvanna og samhliða er sögð saga Maríu Mitrofanovu sem býr í Breiðholtinu í dag en var hermaður í Rauða hernum í seinni heimstyrjöldinni.
Skemmtilegt er frá því að segja að Gísli fór á námskeið í skapandi skrifum hér í Endurmenntun fyrir nokkrum árum og skrifaði bókina í kjölfarið af því.
Snemmskráningu á næsta námskeið Gísla Jökuls Orrustan um Stalíngrad lýkur 6. október næstkomandi.