Fréttir

ENDURMENNTUN 35 ára

ENDURMENNTUN 35 ára

ENDURMENNTUN á 35 ára afmæli nú í haust og í tilefni þess kynnum við nýtt merki sem hentar betur til notkunar á vef og í snjalltækjum en hið eldra. Endurmörkun ásýndarinnar er einnig til marks um vilja okkar og metnað til að vera sem sýnilegust og virkust í samfélaginu. Segja má að ENDURMENNTUN sé í fararbroddi símenntunar á Íslandi með 35 ára reynslu og virk tengsl við Háskóla Íslands, atvinnulíf og samfélag. Námskeiðaframboð okkar hefur aukist mikið á síðustu árum og eru nú að jafnaði í kringum 200 námskeið á dagskrá hvers misseris, á sviði starfstengdrar og persónulegrar hæfni.

Við kynnum með stolti fjölbreytt framboð námskeiða og námsbrauta á haustmisseri. Nýjum bæklingi verður dreift í næstu viku til fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga, auk þess sem allir sem hafa sótt hjá okkur námskeið á undanförnum misserum munu fá hann sendan heim. Öll námskeið ENDURMENNTUNAR er einnig ávallt hægt að skoða hér á vefnum.

0