Fréttir

Erlendir sérfræðingar

Erlendir sérfræðingar

Framboð námskeiða með erlendum sérfræðingum á vormisseri er líkt og undanfarin misseri afar glæsilegt. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga s.s. um stjórnun, upplýsingatækni, hugræna atferlismeðferð og eldvarnir svo eitthvað sé nefnt.

Nokkrir sérfræðinganna eru að koma aftur eftir að hafa vakið mikla ánægju á meðal þátttakanda, en aðrir eru að koma í fyrsta sinn til Íslands.

Eins og endranær eru ýmsir kostir við það að fara á námskeið með erlendum sérfræðingum á Íslandi. Það sparast tími, fé og fyrirhöfn auk þess sem tengslanetið styrkist.

Bæklingurinn Erlendir sérfræðingar hjá Endurmenntun verður sendur til þátttakenda námskeiða af þessum toga hjá okkur undanfarin ár sem og til ýmissa fyrirtækja og stofnanna. Áhugasamir geta einnig fengið bæklinginn sendan heim að dyrum. Sendu okkur línu á netfangið endurmenntun@hi.is eða hringdu í síma 525 4444 og við setjum hann í póst.

Rafræna útgáfu má skoða með því að smella hérAthugið að hægt er að smella á námskeiðsheiti og þá lendir þú inn á viðkomandi námskeiði á vefsíðunni okkar.

0