Fréttir

Fróðleikur og skemmtun á vormisseri 2021

Fróðleikur og skemmtun á vormisseri 2021

Í dag kom út hjá Endurmenntun glæsilegur rafrænn bæklingur um allt það helsta sem er á döfinni á vormisseri í flokknum persónuleg hæfni. Bæklingurinn er veglegri en áður þar sem við höfum bætt við nokkrum vel völdum námskeiðum fyrir atvinnulífið og einnig sett inn úrval styttri námslína sem fara af stað núna á næstunni. Birna G. Ásbjörnsdóttir var fengin í viðtal og spjallaði við okkur um áhugaverða hluti í tengslum við örveruflóru líkamans og hvernig meltingin okkar spilar stórt hlutverk í almennri heilsu og vellíðan. Birna kennir nokkur námskeið á misserinu sem öll snúast um þarmaflóruna á einn eða annan hátt og kennir einnig námslínuna Hugur og heilbrigði ásamt Rúnari Helga Andrasyni og Önnu Dóru Frostadóttur. Úrval námskeiða á vormisserinu er fjölbreytt og skemmtilegt og þar má finna góðkunn námskeið eins og Jóga nidra, Íslendingasagnanámskeiðin og Öflugt sjálfstraust og einnig fjölmörg ný og spennandi námskeið eins og Heilaheilsa og þjálfun hugans, Ítölsk hönnun og Áhættustýring í heimilisbókhaldi. Breiddin á viðfangsefnum er því talsverð og það er gaman að fletta í gegnum bæklinginn og lesa um öll þessi áhugaverðu námskeið. Nú er einnig hægt að smella beint á tiltekið námskeið til að komast á skráningarsíðu sem gerir lesturinn enn skemmtilegri. Við vonum að sem flestir geti fundið námskeið við sitt hæfi eða einfaldlega átt góða stund við lesturinn og látið hugann flytja sig á fróðlegar slóðir.

Skoðaðu bæklinginn HÉR

0