Fréttir

Hamingja, heilsa og vellíðan

Hamingja, heilsa og vellíðan

Í tilefni Alþjóðlega hamingjudagsins þann 20. mars var haldið málþing í Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Hamingja, heilsa og vellíðan – samfélagsleg ábyrgð? Að málþinginu stóðu Embætti landlæknis, Forsætisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ. Þar var meðal annars rætt um hamingju sem hæfni, þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði og hamingju í Skútustaðahreppi! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir frá Embætti landlæknis og kennslustjóri námsbrautarinnar okkar Jákvæð sálfræði – diplómanám á meistarastigi, hélt einnig erindi um hamingju og vellíðan í íslenskum sveitarfélögum og vinnustöðum. Málþingið var vel sótt, enda dagskráin afar áhugaverð.

0