Fréttir

Heimili og hönnun

Heimili og hönnun

Námskeiðið Heimili og hönnun með Emilíu Borgþórsdóttur iðnhönnuði hefur verið afar vinsælt undanfarin misseri. Alls hefur það verið haldið tólf sinnum og oftar en ekki hafa færri komist að en vildu.

Emilía starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands fyrir fáeinum árum. Emilía starfar nú sjálfstætt sem hönnuður við fjölbreytt verkefni hér á landi.

Fleiri námskeið um hönnun heimilis

Námskeiðið hefur hlotið afar gott mat meðal þátttakenda og hafa fjölmargir þeirra óskað eftir því að Endurmenntun bjóði upp á fleiri námskeiðum á þessu sviði. Við vildum að sjálfsögðu verða við þeim óskum. Þegar kom að því að ákveða næstu viðfangsefni var leitað til allra þeirra sem sótt hafa námskeiðin  og þeim send könnun þar sem þeim gafst kostur á að koma áhuga sínum á framfæri. Fyrir valinu urðu þau viðfangsefniefni sem heilluðu hvað flesta og þessi námskeið litu dagsins ljós:

Áhugi á þessu sviði er augljóslega mikill og okkur bárust fjölmargar góðar og spennandi hugmyndir til að vinna úr. Það er því stefnt að því vera með enn fleiri námskeið á þessu sviði á komandi misserum.

Við buðum þeim þátttakendum sem svöruðu könnuninni að taka þátt í happdrætti og var það Þórhalla Sigmarsdóttir sem datt í lukkupottinn og vann sæti á annað af nýju námskeiðunum. Við óskum Þórhöllu til hamingju.

Húsnæði Endurmenntunar

Emilía hefur ekki einungis verið að kenna á námskeiðum hjá okkur heldur hefur hún einnig séð um þær umbætur sem gerðar voru innanhúss hjá Endurmenntun á síðasta ári. Þær hafa vakið mikla lukku og bætt aðstöðuna í Endurmenntun töluvert bæði inn í og fyrir framan kennslustofur sem og í skrifstofurými. Það er einstaklega gaman að sjá hvað nokkrar pottaplöntur geta haft mikil og góð áhrif.

0