Fréttir

Landsmenn sækja sér aukna fræðslu

Landsmenn sækja sér aukna fræðslu

Hagstofa Ísland hefur birt niðurstöður úr vinnumarkaðskönnun sem var gerð varðandi símenntun á árinu 2015. Þar kemur fram að landsmenn eru í auknum mæli að sækja sér fræðslu eftir að formlegri skólagöngu er lokið. Hlutfallið hefur farið heldur hækkandi frá árinu 2003 og á vefsíðu Hagstofunnar segir að:
 

„Sé miðað við aldurinn 16-74 ára, sóttu 75.300 manns sér fræðslu árið 2015, 32,5% landsmanna á þessum aldri, sem er fjölgun um 4.500 manns og 1,6 prósentustig frá árinu áður.“


Það gleður okkur mikið að sjá þennan áhuga sem kemur fram í þessum tölum og augljóst að mikilvægi endurmenntunar verður sífellt veigameiri þáttur í lífi fólks.

0