Við verðum með bás á Háskóladeginum þann 4. mars næstkomandi frá klukkan 12 til 16 á neðri hæðinni á Háskólatorgi. Þar kynnum við námsbrautir sem hefjast næstkomandi haust.
Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir í neðangreint nám en umsóknarfresturinn er til og með 5. júní næstkomandi. Enn fleiri námsleiðir væntanlegar á næstunni.
Á GRUNNSTIGI HÁSKÓLA
Leiðsögunám á háskólastigi - staðnám eða fjarnám
Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar
Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala - staðnám eða fjarnám
Á FRAMHALDSSTIGI HÁSKÓLA
Jákvæð sálfræði - diplómanám á meistarastigi
Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna
NÁMSLÍNUR ÁN EININGA
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
Viðurkenndur bókari - staðnám eða fjarnám
Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði Endurmenntunar þann 23. maí næstkomandi þar sem verkefnastjórar og fyrrum nemendur kynna námsbrautirnar.
Margar námsbrautir eru lánshæfar hjá Framtíðinni námslánasjóði. Nánari upplýsingar hér
Hjá Endurmenntun starfar náms- og starfsráðgjafi sem veitir almenna ráðgjöf um nám og starf að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér