Fréttir

Langar þig í nám?

Langar þig í nám?

Á haustmisseri 2017 hefjast fjölmargar námsbrautir hjá okkur í Endurmenntun. Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir í neðangreint nám en umsóknarfresturinn er til og með 5. júní næstkomandi. Enn fleiri námsleiðir væntanlegar á næstunni.

Á GRUNNSTIGI HÁSKÓLA

Leiðsögunám á háskólastigi  - staðnám eða fjarnám  

Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar

Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala - staðnám eða fjarnám 

Ökukennaranám til almennra réttinda

Á FRAMHALDSSTIGI HÁSKÓLA

Jákvæð sálfræði - diplómanám á meistarastigi

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna

NÁMSLÍNUR ÁN EININGA

Fjármál og rekstur - staðnám eða fjarnám

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Viðurkenndur bókari - staðnám eða fjarnám

Hugur og heilbrigði

Stuðningur við einstaklinga út frá fjölskyldusýn

Forysta til framfara - leið stjórnenda til aukins árangurs

Hugræn atferlisfræði fyrir lækna

Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði Endurmenntunar þann 23. maí næstkomandi þar sem verkefnastjórar og fyrrum nemendur kynna námsbrautirnar. Upplýsingar um kynningarfundinn og skráning hér

 

Margar námsbrautir eru lánshæfar hjá Framtíðinni námslánasjóði. Nánari upplýsingar hér 

Hjá Endurmenntun starfar náms- og starfsráðgjafi sem veitir almenna ráðgjöf um nám og starf að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér

0