Fréttir

Leitum að viðskiptastjóra

Leitum að viðskiptastjóra

Við erum að leita að viðskipta­stjóra sem býr yfir mikilli samstarfs­hæfni, sýnir frum­kvæði og sjálf­stæði í síbreyti­legu og spenn­andi umhverfi og er tilbúinn að takast á við krefj­andi starf. Viðkomandi vinnur í teymi með öðrum starfs­mönnum Endur­mennt­unar og heyrir undir markaðs- og kynn­ing­ar­stjóra.

Starfssvið

  • Samskipti við viðskipta­vini og samstarfs­aðila.
  • Sala og þarfa­greining.
  • Viðhalda viðskipta­tengslum.
  • Öflun nýrra viðskipta­vina.
  • Ýmis sérverk­efni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskóla­próf sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af viðskipta­stjórnun og sölu nauð­synleg.
  • Drif­kraftur, frum­kvæði og geta til að starfa sjálf­stætt og í teymi.
  • Jákvæðni og lipurð í mann­legum samskiptum.
  • Góð íslensku­kunn­átta.

Endur­menntun Háskóla Íslands er í afger­andi forystu­hlut­verki á sviði sí- og endur­mennt­unar á Íslandi. Þar starfar samhentur hópur fólks að því að efla hæfni og getu viðskipta­vina í starfi og einka­lífi. Endur­menntun er skil­virkur farvegur fyrir miðlun þekk­ingar Háskóla Íslands til samfé­lagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní næstkomandi.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Ragnheiður S. Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Tinni Kári Jóhannesson (tinni.johannesson@capacent.is). 

0