Fréttir

Líflegir dagar á Dunhaganum

Líflegir dagar á Dunhaganum

Dagarnir eru oft líflegir og fjölbreyttir í Endurmenntun og síðasta vika var þar engin undantekning.

Síðastliðinn föstudag héldu nemendur námsbrautarinnar Fjölskyldumeðferð - diplómanám á meistarastigi opna málstofu þar sem þau kynntu fjölbreytt lokaverkefni sín. Á efnisskránni voru samskipti foreldra og barna, kynning á EFT nálguninni og uppruna hennar, ígrundunarbók fyrir fjölskyldufræðinga, fjölskyldumeðferð fyrir fjölskyldur fanga, fjölskyldusetur fyrir fjölskyldur 2 - 6 ára barna, fjölskyldumeðferð í hnotskurn og fjölskylduþjónusta í skólakerfinu.

Sannarlega flottur hópur sem með þessum glæsilega hætti sló botn í nám sitt!

Meðal námskeiða síðustu viku var Viskí - lífsins vatn, þar sem Jakob Jónsson, viskísérfræðingur, kynnti þennan þjóðardrykk Skota fyrir áhugasömum þátttakendum við góðar undirtektir. Meðal annars var rýnt í sögu drykkjarins, mismun eftir tegundum og svæðum, sem og muninn á blönduðum viskíum og einmöltungum.

Námskeiðið Stærðfræðinám í leikskóla var einnig á dagskrá, en þar fjallaði Guðbjörg Pálsdóttir, dósent við HÍ, um hvernig námsumhverfi leikskólabarna getur stutt við og skapað fjölbreytt tækifæri til stærðfræðináms.

Myndir frá námskeiðunum má sjá hér neðar og ekki er annað að sjá en þátttakendur skemmti sér hið besta.

Stærðfræðinám í leikskóla Viskí - lífsins vatn 

Stærðfræðinám í leikskóla Viskí - lífsins vatn

0