Fréttir

LS Retail gerir samstarfssamning við Endurmenntun

LS Retail gerir samstarfssamning við Endurmenntun

Það er okkur mikil ánægja að bjóða LS Retail í hóp góðra samstarfsfyrirtækja Endurmenntunar.

Fyrirtækjum sem gera samstarfssamning við Endurmenntun býðst meðal annars ýmis sérkjör á námskeið hjá okkur. Við aðstoðum jafnframt samstarfsaðila við að greina fræðsluþörf innan fyrirtækisins til þess að endurmenntun starfsmanna nýtist sem best.

Starfsmönnum samstarfsfyrirtækja stendur einnig til boða að njóta góðs af afsláttarkjörum fyrirtækisins til persónulegra nota. Endurmenntun býður upp á fjölbreytt námskeiðsúrval þar sem allir ættu að finna eitthvað við hæfi bæði til gagns í starfi og til gamans.

Jafnt og þétt hafa fleiri og fleiri fyrirtæki bæst í hóp samstarfsfyrirtæja Endurmenntunar og við bjóðum LS Retail hjartanlega velkomna í þann glæsilega hóp.

 

Á myndinni má sjá Ólaf Kára Júlíusson í mannauðsdeild LS Retail og Ólaf Sólimann, viðskiptastjóra Endurmenntunar.

0